Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 24
A milli landshorna frh
flæddi langt yfir bakka og allt heyið flaút í hrannir upp á
mýri. Þá var út séð um þann heyskap og fór næt allt
kaupafólkið frá Skálholti. Þá sagði Hildur Þoifinnsdóttir
heimasæta á Spóastöðum við mig: „Nú hafið þið orðið að
sundríða við að snúa á Mosunum.“
Nú var haustið komið og fjallferðir og réttir framundan.
Heyin voru lítil og sumar hlöður tómar svo reynt var með
hjálp nágranna einkum frá Seli að bera út beðjurnar eftir
flóðið og reynt að þurrka eitthvað en þeir þurrkar sem
komu voru stopulir og stóðu ekki nema tvo daga svo
aðeins náðist eitthvert hey upp í sæti en rigndi svo niður
aftur áður en tírni vannst til að hirða það, var svo breitt
aftur og fór á sömu leið. A endanum var þó hirt eitthvað
af þessum óþverra sem enginn skepnumatur var og dembt
inn í fjárhúshlöðu. En heima á túni lá háin í legum sem
lítt eða ekki var slegin. Þetta var ógæfusamlegt
heyskaparsumar. Betra hefði verið að fara aldrei á
Mosana en slá rnýrina áfram þar sem nóg undanfæri var.
Nú var eftir að koma sláturfénu til Reykjavíkur. Eg
fylgdi rekstrinum út á Lyngdalsheiði til þess að fara aftur
heim með hestana. Spóastaðarekstur hefur verið þar
einhvers staðar í nánd því að man ég það að við Þórarinn
Þorfinnsson gistum báðir í Útey og sváfum í sama rúmi.
Þá lá þar á borði bók, sögur eftir Guðmund Friðjónsson,
tók ég hana og las úr henni fyrir Þórarinn söguna „Geiri
húsmaður“ sem ég nær því kunni. Lífsreynslusaga, hollur
lestur fyrir verðandi bændur. Ekki situr meira eftir í
mér svo að ég gæti verið hjá þeim fram að áramótum en
föður hans Böðvar á Laugarvatni vantaði mann á
vertíðinni. Ekki man ég að talað væri um kaup. Fór svo
að við töldum þetta afráðið. En þegar að Jörundur og
Þjóðbjörg vissu unt þessa ráðagerð kornu þau að máli við
mig, þannig að þeim hefði fundist eðlilegt að ég færi
meira í skóla. Þá sá ég að það var ekki af því að þau
treystu mér ekki, að ekki var falast eftir mér sem
vetrarmánni. Þau voru góðar manneskjur, vildu ekki
binda mig, báru umhyggju fyrir velferð minni, sáu að hér
var heimilislaus, ráðvilltur unglingur staddur á
krossgötum.
Jörundur virtist vera það kappsmál fyrir mína hönd að
ég færi á einhvern skóla á komandi vetri. Eg hafði hafnað
Samvinnuskólanum þar sem ég fann enga hneigð hjá mér
til verslunarstarfa. Hann nefndi Laugarvatn í því
sambandi, en þangað vildi ég ekki og hafði aldrei viljað
fara. Þá barst það í tal og var áður vitað, að bændaskólinn
á Hólunt hafði verið næt tórnur veturinn áður og mundi
svo verða ef að ekki sæktu nægilega margir nemendur.
Jörundur þekkti Steingrím Steinþórsson skólastjóra af
þingstörfum og stjórnmálum. Taldi hann það góðan kost
fyrir mig að sækja um Hólaskóla þar sem hugur minn
helst stóð til bústarfa. Varð og úr að hann náði
símasambandi við Steingrím og sótti unr skólann fyrir
mína hönd, Að sjálfsögðu varð ég þá að láta Magnús í
Miðdal vita að ekkert gæti orðið úr ráðningu minni hjá
Ibúðarhús og kirkja sem voru í Skálholti 1933.
minni af þessari ferð en það, að 1-2 um nótt kom ég utan
af heiði að Miðdal og vakti þar upp. Þá var Kristjana
systir þar fyrir og mér tekið af húsráðendum tveimur
höndum.
Nú var svo komið að allir karlmenn voru farnir frá
Skálholti. Jörundur störfum hlaðinn út urn land og ég
einn eftir. Það var komið fram í október, snjór á jörð og
kýr komnar á gjöf. Tók ég fjósið að mér af frjálsum vilja.
Ráð mitt var þá allt á hverfanda hveli. Mig langaði ekki í
skóla að mér fannst. Vildi helst vera vetrarmaður. En
ekki var falast eftir því í Skálholti. Þá kom þar að ég
ræddi við Magnús Böðvarsson í Miðdal og spurði hann
hvort hann vantaði mann. Hann athugaði málið og tjáði
Litli - Bergþór 24 -----------------------
Böðvari föður hans á Laugarvatni.
Nú var ráð mitt komið í ákveðinn farveg og lá þá ekki
annað fyrir en að hugsa til að búa sig undir ferðina norður.
Enn liðu nokkrir dagar. Það var kominn 15. október,
kuldalegt um að litast og jörð öll hulin ökladjúpum snjó.
Þann dag kom Jörundur á bíl og var stjórnandinn Björn
Blöndal löggæslumaður. Með þeim skyldi ég fara með
föggur mína í einu kofforti. Björn Blöndal var á þeint
árum þekktastur fyrir það að hafa hendur í hári bruggara
hvar sem til þeirra náðist. Man ég að tal þeirra á leiðinni
varst fljótt að því. En Björn hafði þá nýlega rakið för
þeirra inn á hálendi þar sem þeir höfðu grafið sér jarðhús
inn á Kaldadal en þar voru þeir teknir við iðju sína og allt
gert upptækt. Af þessari ferð minni segir ekki meira, en
leið mín lá bein til Asgeirs Asgeirssonar kaupmanns.