Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 17
Heimsins stærsta hagamús frh. hjá mér hér á Felli. L-B: Eitthvað kostar að gera svona mynd, getur þúfrætt okkur um það hvernig hún er fjármögnuð? Þ: Já, þetta er dýr mynd, kostar milli 20 og 30 milljónir og ég gæti auðvitað ekki klofið það einn. Meðframleiðendur mínir að myndinni eru sex: National Geographic, sem fara með fjármál og dreifingu myndarinnar í N- og S-Ameríku og Ástralíu, auk ritstjórnarlegra ábendinga, Idé- film í Svíðjóð, þar sem ég fæ aðstöðu til að klippa myndina, Náttúrufræðistofnun, Námsgagnastofnun, Landvernd og Sjónvarpið. Henni verður einnig dreift á Norðurlöndunum, Þýskalandi og víðar og eftir kynningu á myndinni í Cannes, hef ég fengið fyrirspurnir víðar að, svo þetta lofar allt góðu. L-B: Og nú sér semsagt fyrir endann á myndatökunum? Þ: Já, loksins. Tökur hafa staðið yfir í rétt tvö ár og ég á bara eftir að fá 3-4 snjódaga til að geta lokið tökunum. Þegar það er komið er ég farinn til Svíþjóðar að klippa myndina. Það tekur nokkrar vikur og í sumar á hún svo að vera tilbúinn til dreifingar. L-B: Hvað með framtíðina? Þ: Ef Guð lofar, langar mig að gera fleiri myndir hér í Tungunum, og þá um mannlífið hér, fjallferðir og fleira. En næst á dagskrá er mynd um íslenska refinn, sem ég vona að ég geti byrjað á næsta sumar. Þetta verður líka ástar- og þroskasaga eins og myndin um hagamúsina. Ég er búinn að fá vilyrði um aðstoð frá National Geographic, Stöð 2 og nokkrum evrópskum sjónvarpsstöðvum. Helst vil ég gera þá mynd hér í Tungunum líka, en hvort ég get verið áfram hér á Felli veit ég ekki ennþá. Blaðamaður Litla-Bergþárs liefur veitt athygli úthöggnum steinmyndum á Felli og spyr hver listamaðurinn sé. Ég er að dunda mér við þetta þegar hlé eru á myndatökum. Steinarnir eru hér allt um kring og mér finnst gaman að þessu segir Þorfinnur. L-B: Er eitthvað sem þú villt segja okkur að lokum? Þ: Ekki annað en að það hefur verið mjög gaman að vera hér í Tungunum þennan tíma. Héðan á ég frábærar æskuminningar og ég á frændfólk hér á öðrum hverjum bæ liggur við. Fólk hefur líka verið ótrúlega hjálpsamt, sérstaklega Vatnsleysufólkið, sem hefur umborið mig allan þennan tíma. Ég hef því miður ekki haft tíma til að taka mikinn þátt í lífi fólksins hér eða félagsmálum, en ég hef farið í réttirnar, á þorrablót og leikrit o.þ.h. Eftir ánægjulegt spjall og gott kaffifylgir Þoifinnur mér út í útihús austan við íbúðarhúsið, þar sem hann hefur komið upp „ leikmyndum " “úr músaveröldinni. Islenskum móa, músarhreiðri o.fl. Eftir að hafa skoðað þettafœ ég að smella afeinni mynd afhonum og Kolgrími vini hans og kveð þessa hressu félaga á hlaðinu á Felli. G.S. HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR HJÓLBARÐASALA RAFGEYMAÞJÓNUSTA Opið: Mán.-fös. 08.00-18.00, lau. 10.00-15.00. SÓUVi/VC AUSTURVEGI56 - 58 Sími 482 2722 \__________________________________J Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.