Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 25
Ferðamálafulltrúi Biskupstungnahrepps hefur nú lokið starfsári. Hér verður stiklað á nokkrum viðfangsefnum ársins og spáð í framtíðina. Stefnumótunarvinna í ferðamálum er nú forsenda þess að fjármagn fáist frá hinu opinbera svo það er forgangsverkefni á hverju svæði. Síðan þarf að framfylgja stefnumótun og vinna að uppbyggingu, kynningu og sölu. Þannig þróast viðfangsefnin og breytast frá ári til árs. Mikilvægt er að kynna sitt svæði sem víðast, gæta hagsmuna þess, vera sýnilegur þátttakandi í atburðum tengdum ferðamálum og leitast við að hafa áhrif á gang mála. Samstarf á landsvísu Ferðamálafulltrúarar víða um land eiga gott samstarf innan Ferðamálasamtaka Islands (FSÍ) og sækja samráðsfundi þar reglulega. Á sl. ári voru haldnir nokkrir samráðsfundir og voru umfjöllunarefni þeirra af ýmsum toga, hér á eftir fara nokkur dæmi: Fjallað var um markaðskönnun meðal ferðamanna, flokkun gististaða, fjárframlög Byggðastofnunar. Ráðgjöf í ferðaþjónustu. fyrirkomulag ferðasýninga, samskipti við fjölmiðla og átaksverkefni. Á fundi í nóvember var rætt um hlutverk og verkefni FSI og ferðamálasamtaka landshlutanna. Fulltrúar allra landshlutasamtaka kynntu skipulag og verkefni á hverjum stað. Einnig var rætt um lagalegt umhverfi ferðaþjónustunnar, en verið er að endurskoða lög um skipan ferðamála urn þessar rnundir. Á aðalfundi FSI í Viðey í vor tóku ferðamálafulltrúar þátt í hringborðsumræðum með Magnúsi Magnússyni og Roger Croft frá SNH (ferðamálaráði) í Skotlandi. Tveir vinnuhópar ferðamálafulltrúa voru starfandi innan FSI framan af árinu sem fjölluðu um upplýsingamiðlun, útgáfu og kynningarmál ásamt lengingu ferðamannatímans, annars vegar, og um umhverfismál tengdferðaþjónustu hins vegar. Sótt var um fjárveitingu til Fjárlaganefndar Alþingis og styrk til Byggðastofnunar. Greinargerðir liggja fyrir um þetta starf. Ráðstefnur Þátttaka í ráðstefnum er mikilvæg og oft upphaf frekari samvinnu. Mikilvægt er að afla upplýsinga, kynna svæði og mynda tengsl sem síðar verða að viðskiptum. Ferðamálafulltrúi tók þátt í nokkrum slíkum á árinu, má þar m.a. nefna: Ráðstefnu um græna ferðamennsku sem haldin var af nýju ferðaþjónustufyrirtæki. Árlega ráðstefnu Ferðamálaráðs sem haldin var á Suðurnesjum í október. Yfirskrift ráðstefnunnar var að þessu sinni Orlítið um ferðamál Ferðaþjónusta og menning. Málþing um Hagnýtt gildi rannsókna íferðaþjónustu. þar var meðal annars fjallað um rannsóknir sem grundvöll stefnumótunar í ferðamálum og hlutverk rannsókna í uppbyggingu ferðaþjónustu á íslandi. þær upplysingar nytast í okkar vinnu hér. Ferðamálafulltrúar voru boðaðir af Samgönguráðuneyti á ráðstefnu á Hótel Loftleiðum í maí, þar sem stefnumótun í ferðamálum fyrir landið í heild var kynnt. Einnig voru þeir boðaðir af Umhverfisráðuneyti og FSI á ráðstefnu um Ferðaþjónustu ísátt við umhverfið í Brœðurnir Ingvar og Haukur í Bergholti, Loftur á Lambabrún, Gísli í Kjarnholtum og Stefán í Miðholti við vörðuna á Bláfellshálsi. maí. Ráðstefna var haldin á vegum Ferðamálaráðs og Skipulags ríkisins um skipulag og nýtingu hálendis Islands. I framhaldi af því var haldinn kynningafundur í Aratungu í júní. Ymis gögn frá ofangreindum og fleiri ráðstefnum eru fyrirliggjandi ef einhver hefur áhuga á að kynna sér þau nánar. Upplýsingamiðlun og kynningarmál Ferðamálafulltrúi skipulagði þjónustunámskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu í Biskupstungum. Var það haldið í Aratungu 20.júní og mæltist vel fyrir. Alls sóttu námskeiðið um 20 manns víðs vegar að úr sveitinni, fyrirlesari var Jón Þorvaldsson kynningarráðgjafi. I vor er fyrirhugað að halda annað þjónustunámskeið hér í tengslum við Menningar- og fræðslusamband alþýðu. það námskeið verður stærra í sniðum og komið verður inn á fleiri þætti. Sótt hefur verið um styrk úr Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.