Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 12
Skólinn í okkar höndum frh. ekki að standa frammi fyrir því að standa og falla með frammistöðu sinni eða gerðum. Þetta hellist yfir þau eftir grunnskólann. í framhaldsskólum þurfa nemendur að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur í hverjunt námsáfanga til að komast áfram í næsta áfanga. A almennum vinnumarkaði gildir sú meginregla að starfsmenn þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur, annars er þeim einfaldlega sagt upp. Við verðum að koma okkur upp einhverju samræmi í þeim skilaboðum sem við sendum börnunum okkar. Annaðhvort fellum við niður öll próf í framhaldsskólunum og hættum að reka fólk úr vinnu, eða þá að við samræmum grunnskólann framhaldsskólum og vinnumarkaði. Síðari kosturinn held ég að sé öllum fyrir bestu. Mismunun. Ég sagði áðan að skólinn (á landsvísu) leitaðist við að gera ekki upp á milli barnanna. Honum er gert að leitast við að veita hverjum og einum nám við sitt hæfi. A sama tíma er hann að vinna þvert á þessa stefnu. Það er viðtekin skoðun í þjóðfélaginu að bóknám sé öðru námi merkilegra. þessari skoðun verður að breyta, en til þess að það sé gerlegt verður að byrja á foreldrunum. Það verður að sannfæra þá um að allt nám sé jafn merkilegt, sem það reyndar er. Jafnframt því sem þessi viðhorfsbreyting á sér stað verða skólamir að vera í stakk búnir til að mæta henni. það er óskemmtilegt horfa upp á 15 ára unglinga, sem eru orðnir sannfærðir um að þeir séu annars flokks fólk vegna þess að þeim tókst ekki að uppfylla þær bóklegu kröfur sem skólinn gerði til þeirra. Ég tel að megin ástæða þess að staða verknáms er sú sem hún er, sé fjárskortur, því góð aðstaða til verknáms er dýr. En þau eru líka dýr öll skipbrotin sem unglingar bíða. Ég vil sjá einhverja þá lausn sem byggir á því líkani sem hér er dregið upp. Hér er gert ráð fyrir ákveðnum skilurn við lok fjórða bekkjar. Skólinn og foreldrar ræða og komast að niðurstöðu um, á grundvelli einhvems konar mats, hvor leiðin hentar barninu betur. Síðan er hægt að endurskoða matið eftir hvert skólaár. Munurinn á leiðunum tveim er fyrst og fremst áherslumunur; engum leiðum er lokað. Hvað sem öllu öðru líður tel ég að mikilvægast sé að traust, jákvæðni og uppbyggileg umræða einkenni öll samskipti skóla og heimila. Það er vísasta leiðin til að forðast erjur og sleggjudóma. Höfundur á sæti í hreppsnefnd og skólanefnd fyrir H-lista, og er kennari við Menntaskólann að Laugarvatni. Skógrækt í Biskupstungum Greinarhöfundur (nœstur börnunum) sýnir skógarbœndum á Suðurlandi skóginn í Svartagilshvammi í Haukadal. Ég skal leita að týndu þorpunum. Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.