Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 10
Skólinn í okkar höndum Höfundur: Páll M. Skúlason I þessari grein cetla ég að fjalla um málefni grunnskólans eins og þau blasa við mér, flutning skólansfrá ríkinu til sveitaifélagins, samskipti skólans og heimilanna og hvernig ég tel œskilegt að skólinn þróist í framtíðinni. Flutningurinn. Frá 1. ágúst 1996 telst grunnskólinn vera kominn að fullu í okkar hendur. Margir telja fremur jákvætt að fá þannig aukin tækifæri til að hafa áhrif hvemig grunnskólamenntun bama þeirra er háttað. Ég held að þeir séu einnig nokkuð margir sem láta sig það fremur litlu skipta, að minnsta kosti enn sem komið er. Áður en þessi flutningur varð var það fyrirkomulag á, að sveitarfélagið hafði með höndum allan rekstur skólans nema þann þátt sem lýtur að kennslunni. Með verkefnisflutningnum varð sú breyting að allt starfsfólk skólans varð starfsfólk sveitarfélagsins og allt fé til kennslunnar kemur úr sveitarsjóði. Með öðmm orðum, við höfum það orðið í hendi okkar í miklu ríkari mæli en áður, hvers konar skóli er í sveitinni. Það sem framundan er í málefnum skólans í okkar höndum tel ég að velti í stórum dráttum á þrennu: í fyrsta lagi á því fjármagni sem sveitarstjórn ákveður að veita til skólans, í öðru lagi á starfsfólki skólans og í þriðja lagi á foreldrum barnanna sem þangað sækja gmnnmenntun sína. Peningar. Það hefur verið haft á orði að peningar sé afl þess sem gera skal og auðvitað er það að mörgu leyti rétt. Skólastjóri og skólanefnd gera á hverju ári áætlun um fjárþörf skólans miðað við ákveðnar forsendur, s.s. nemendafjölda og samsetningu, endurnýjun og viðhald skólahúsnæðis og kennslutækja og stefnu skólans í menntamálum. Þessi áætlun er lögð fyrir sveitarstjórn og er þar rædd sem hluti af fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. það er á þessu stigi sem ræðst hver fjárhagsramminn er. Hér koma í meginatriðum fram áhrif sveitarstjórnar á skólastarfið. Við flutning grunnskólans fluttist einnig fjármagn frá ríkinu, sem ætlað er að standa undir kennslukostnaði. þetta gerist þannig, að útsvarsprósenta hækkar en tekjuskattur lækkar á móti. Auk þess kemur til fé úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem ætlað er að gera minni sveitarfélögum kleift að reka grunnskólann. þetta fjármagn tekur mið af þeim kostnaði sem var við kennsluna meðan hún heyrði undir ríkið og er ekki eyrnamerkt skólanuin, þannig að sveitarstjórn getur í raun ráðstafað því að vild. Hún getur ákveðið að setja meira fjármagn í skólann en áður var gert, en þarf á móti að fara hægar í sakirnar á öðrum sviðum. Hún getur líka dregið saman í rekstri skólans frá því sem var, með þeim afleiðingum að svigrúm skólans minnkar. Reynsla nágrannaþjóða af flutningi skólans með þeim hætti sem hér er gert er sú, að samkeppni milli sveitarfélaga jókst. I hverju sveitarfélagi er skólinn orðinn eins og hver önnur stofnun, sem þarf að reka á hagkvæman hátt. í náinni framtíð munu smærri sveitarfélög, eins og okkar, leita aukinnar hagkvæmni f rekstri skólans. Ein þeirra leiða sem verður skoðuð af mestri alvöru er samrekstur skólanna hér í uppsveitunum að meira eða minna leyti. Fljótlega ætti að leita til þar til hæfrar stofnunar, t.d. Kennaraháskóla íslands, til að láta gera úttekt á skólahaldi í uppsveitunum. Markmið slíkrar úttektar væri að stækka rekstrareiningarnar og auka þannig möguleika skólans á að vera samkeppnishæfur í þessari nýju aðstöðu sem hann er kominn í. Flestir gera sér grein fyrir því að einn megin grundvöllur búsetu fólks er grunnskólinn. Þar sem rekinn er góður skóli af myndarskap sér fólk frekar ástæðu til að setjast að með börn sín. Ég er heldur ekki í nokkrum vafa um að ef fólk getur treyst því að skólinn sjái vel fyrir menntun barna þeirra muni það eignást fleiri böm! Fjármagn það sem skólinn hefur til ráðstöfunar hefur tvímælalaust mjög mikil áhrif á gæði hans, en ekki er síður mikilvægt að huga að því hvernig það fé sem hann fær er notað. það er afar mikilvægt að stöðug naflaskoðun eigi sér stað innan skólans með það markmið að gera sem mest úr því fé sem fyrir hendi er. Starfsfólk. Kennslukraftur skólans er kominn heim. Sveitarstjórn hefur síðasta orðið um ráðningu fólks til kennslu. það hlýtur að vera keppikefli okkar að manna skólann hæfu starfsfólki. Við megum hins vegar búast við, að á næstu árum muni samkeppni um góða kennara aukast. Við verðum að vera tilbúin að mæta þeirri samkeppni. Ef við förum út á þá braut, að bjóða kennurum sæmileg kjör til að halda þeim hjá okkur verðum við á móti að gera auknar kröfur til þeirra um að þeir leggi sig fram um að gera skólann betri. Á sama tíma erum við að fara út á hála braut. Hvernig förum við að því að ákvarða gæði Litli - Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.