Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 26
Orlítið um ferðamál frh...
Dreifði ýmsum upplýsingum um Biskupstungur til
umsjónarmanna sumarbústaða í eigu félagasamtaka. Tók
saman og sendi upplýsingpakka reglulega á allar
ferðaskrifstofur í Reykjavík og á skrifstofur
Ferðamálaráðs hérlendis og erlendis. Miðlaði
upplýsingum til Ferðamálaráðs á Akureyri vegna
upplýsingahandbókar. Svaraði fjölda fyrirspurna sem
bárust urn Biskupstungur, ferðamöguleika, staðhætti og
þjónustu. Aðstoðaði ferðaþjónustuaðila við kynningu,
móttöku hópa o.fl. sem þeir óskuðu eftir.
Sendi reglulega upplýsingar til fjölmiðla um
þjónustu og uppákomur. Við fengum dágóða umfjöllun í
fjölmiðlum á árinu miðað við aðra landshluta. I
Morgunblaðinu birtust greinar urn Biskupstungur í heild
og um Aratungu, Engi og Slakka ásamt fjölda mynda.
Við fengum umfjöllun í þætti um ferðamál í
ríkisútvarpinu. Nokkur fréttaskot héðan birtust í
ríkissjónvarpinu og við erum áfram í sambandi við
fréttamenn. Bæklingurinn þjónusta íBiskupstungum og
Uppsveitakort komu út á árinu. Breytingar voru gerðar á
þjónustubæklingnum með sparnað að markmiði og
fyrirhugað var að dreifa bæklingunum saman. En þar
sem prentun Uppsveitakorts seinkaði stóðst sú áætlun
ekki.
Að beiðni Ferðamálaráðs tilnefndi ferðamálafulltrúi
fyrirtæki til árlegra umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs,
sem nú voru veitt í annað sinn. Fyrirtækin þurftu að
uppfylla ákveðin skilyrði varðandi umhverfismál o.fl.
sem sett voru af Ferðamálaráði. Fjölmargar tilnefningar
bárust víða að af landinu og var erfitt fyrir dómnefnd að
velja. Mér var tjáð að Slakki og Espiflöt hefðu átt góða
möguleika, sem óneitanlega er hvatning. Augu manna
beinast nú æ meira að umhverfismálum svo þar þurfum
við að vera vel á verði.
Umhverfisverðlaun UMFÍ voru veitt í fyrsta sinn á
árinu. Már og Sigríður á Hótel Geysi hlutu þau verðlaun,
en gífurlegur fjöldi tilnefninga barst hvaðanæva að af
landinu. þetta er mikils virði fyrir þá sem verðlaunin
hljóta svo og alla sveitina, hvatning og kynning. An efa
er þetta það sem reis hæst varðandi ferðaþjónustu í
Biskupstungum á árinu og vakti mikla athygli um allt
land.
Vest Norden
Vest Norden ferðakaupstefnan var haldin í ellefta
sinn í ár, að þessu sinni á Akureyri 4,- 6. september.
Áhugi kaupenda fer stöðugt vaxandi ár frá ári og
eftirspum eftir syningarbásum hefur aukist. I fyrra starfi
mínu hjá Ferðaskrifstofu íslands vann ég nr.a. við
skipulag og undirbúning VN kaupstefnunnar og er henni
því kunnug. Vest Norden er afar mikilvægur vettvangur
til kynningar á ferðaþjónustu. þar kynna Island, Færeyjar
og Grænland sína þjónustu. Ferðaheildsölum og
ferðaskrifstofueigendum hvaðanæva að úr heiminum er
boðið, sem væntanlegum kaupendum. Syningarbás var
bókaður fyrir Biskupstungur, en þegar í ljós kom að
Ferðamálasamtök Suðurlands tækju þátt og fengu til þess
styrk frá Atvinnuþróunarsjóði gekk ég til samstarfs við
þá. Sameiginleg þjónustuskrá fyrir Suðurland var prentuð
og dreift meðal gesta. Ferðakaupstefnan gekk vel, þar
gafst gott tækifæri til að miðla upplýsingum um
Biskupstungur meðal innlendra og erlendra aðila auk
þess sem ymis tengsl myndast, sem koma að góðu gagni í
viðskiptum síðar.
Skemmtilegar uppákomur
Ekki get ég látið hjá líða að nefna tvær
eftirminnilegar uppákomur á liðnu sumri. Fyrstan er að
nefna vel heppnaðan skógardag í Haukadalsskógi sem nú
er orðinn árlegur viðburður. Skógardagurinn verður á
dagskrá 19.júlí í sumar og hvet ég alla sem tök hafa á
jafnt unga sem aldna til þess að taka þátt.
Síðari uppákoman og e.t.v.sú eftirminnilegasta var
boðsferð okkar Gísla oddvita í hestvagni með Dieter
Kolb milli Brattholts og Gullfoss. það ferðalag mun
seint líða okkur úr minni og verður ferðasagan ekki fest á
prent, heldur aðeins í munnmælum höfð. Engar umræður
um hestvagnakaup hafa átt sér stað síðan.
Stefnumótunarverkefni í Uppsveitum
Samgönguráðherra kynnti stefnumótun í ferðamálum
Hársnyrtistofa
Leifs og Ævars
Austurvegi 21 Selfossi,
L E I F
sími 482-1455
fax 482-2898
Opið:
Opið:
Opið:
mán.-miðv. 9-18,
fimmtud. 9-20,
föstud.9-19,
og laugard. 9-14.
sími 482-1455
fax 482-2898
Litli - Bergþór 26