Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 15
að sveitardvöl lauk? Þ: Ég lærði kvikmyndagerð við California Collage of Arts and Crafts í Bandaríkjunum, útskrifaðist þaðan með B.A. gráðu árið 1988. Síðan vann ég hjá Sjónvarpinu í 5 ár sem kvikmyndatökumaður, klippari og upptökustjóri, en eftir það hef ég verið á eigin vegum við kvikmyndagerð. L-fí: Hvenœr vaknaði áhugi þinn á gerð dýralífsnrynda? Þ: Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á dýralífi og náttúrunni yfirleitt. Ætli upphafið megi ekki rekja til dvalar minnar í sveit á Vatnsleysu. Síðan fékk ég tækifæri til að vera eitt sumar í Húsey, austur á Héraði, þegar ég var 12 ára. Hjá Arna, fyrrverandi tengdaföður Arnar Þorleifssonar sem þar býr nú. Það var áhrifamikil lífsreynsla. Húsey liggur afskekkt, á tanga milli Lagarfljóts og Jökulsár á Brú. Þar er mjög fjölskrúðugt dýralíf og þar var þá stundaður sjálfsþurftarbúskapur að gömlum hætti. Lax- og silungsveiði, selveiði, hreindýraveiði og annar veiðiskapur auk búskapar með hesta og kindur. L-B: Þú gerðir einmitt mynd um Húsey fyrir nokkrum árum? Þ: Jú, ég var í tvö ár með annan fótinn þar. En það var miklu minna lagt í þá mynd en þá, sem ég er að vinna að núna, enda vár hún bæði styttri og ódýrari. Húseyjarmyndin var styrkt a kvikmyndasjóði og Sjónvarpið var meðframleiðandi. L-B: Snúum okkur þá að myndinni sem þú er að gera hér í Tungunum. Um hvað fjallar hún? Þ: Þetta er ástarsaga hagamúsarinnar Óskars og músastelpunnar Helgu. Sögusviðið er hlíðin fyrir ofan Vatnsleysubæina, en þar eru heimkynni Óskars. Ég nota þennan stað þar sem ég þekki hann vel og hlíðin er alveg kjörin fyrir söguna. Sköip skil milli „heiðarinnar“ og láglendisins í kringum bæinn og svo nota ég fjöllin sem bakmynd. Söguþráðurinn er í stuttu máli'sá, að um vetur kemst Óskar inn í búrið á Vatnsleysu og þegar vorar uppgötva menn músina og tekst að veiða hana í gildru. Gildran er af þeirri gerð, sem veiðir mýs lifandi. Síðan skeður það að lítil músastelpa, Helga að nafni, rennur á kökulyktina þegar verið er að baka einn daginn og finnur Óskar í gildrunni. Úr þessu spinnst ástarsaga, sem endar með því að þeim skötuhjúum er sleppt út í garð. L-fí: Hvað með söguþráðinn? Erhann gerður fyrirfram eða saminn eftir hendinni? Þ: Ég var búinn að semja söguna fyrirfram. Hún er hugsuð þannig að hún hafi bæði skemmtanagildi en veiti líka innsýn í heim hagamúsarinnar. Útitökumar eru teknar á Vatnsleysu, en svo hef ég komið mér upp aðstöðu, eða stúdíói, hér á Felli, þar sem ég get tekið nærmyndir. T.d. tókst mér að mynda got, sem margir töldu vera Hagamús í raunverulegri eftirmynd af músahreiðri. Takið eftir bitinu á eyranu. Sögusviðið, Vatnsleysubœrinn og hlíðinfyrir ofan. Mýsnar voru veiddar í brekkunni fyrir neðan eystri bœinn. ómögulegt með villt dýr í búri. Ég reyni að hafa aðstæður sem eðlilegastar og svo venjast mýsnar umgangi manna smám saman. L-fí: Er hœgt aðfá þær til að leika? Litli - Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.