Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Að þessu sinni verður greint frá markverðum viðburðum í sveitinni á fyrri helmingi vetrarins. Miðað við árstíma og hnattstöðu telst tíðarfar hafa verið gott. Að vísu var verulega hart frost í nóvember og aftur um tíma í janúar svo töluverður klaki er kominn í jörð. Hefur hann mælst allt að 70 sentímetrar. Snjór hefur verið lítill og því samgöngur yfirleitt greiðar. Aðeins svolítill þorrablótsbylur. sem varð þó ekki til verulegs baga. Töluvert hefur verið um inflúensu í skammdeginu og var fámennt í Reykholtsskóla um tíma í desember. Að venju voru ýmsar menningarsamkomur á jólaföstu. Aðventuvökur voru í kirkjunum, þar sem ýmsir fluttu erindi. Undir stjóm Hilmars Arnar Agnarssonar sungu kór Menntaskólans að Laugarvatni og Barnakór Biskupstungna í Skálholtskirkju, Sigrún Hjálmtýsdóttir söng einsöng og leikið var á orgel, flautu og hörpu. Um jól og áramót var messað samtals sex sinnum í öllum kirkjum í sveitinni. Á síðdegisstund í Skálholtsskóla snemma í nóvember fjölluðu Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur, og Sigurður Pétursson, lektor, um mannlíf í Skálholti á 17. öld og undir lok janúar var þar önnur slík. Þá voru Gunnar Karlsson, prófessor, og Ásdís Egilsdóttir, lektor, með erindi um Skálhyltinga á miðöldum og ræddu við gesti um ýmislegt, erþví tengist. Þorrablót var í Aratungu annað kvöld þorra, og var það í umsjá Haukadalssóknar. Fór það fram að hefðbundnum hætti með trogamat, kveðskap og skemmtiþætti sóknarfólks og hátíðaræðu Flosa Ólafssonar, leikara, í gamansömum tón. Þar rifjaði hann m.a.upp ástarævintýri sitt frá þeim árum, sem hann var að alast upp í Reykholti. Síðan var dansað af list fram eftir nóttu. Hátt á þriðja hundrað manns kom á blótið. Helstu vegaframkvæmdir um þessar mundir eru ofaníburður í Tjamarveg frá Tjarnarkoti að Kjaransstöðum og uppbygging Hlíðavegar frá Efri-Reykjum pg austur fyrir Úthlíð, sem unnið er að þegar þetta er Verða ekki ráðnir pólskir járnsmiðir að Miðhúsum, þegarfarið verður að lengja rússneska togara þar? itað. Gróðurhús hefur verið byggt á Syðri-Reykjum í stað þeirra, sem byggð voru fyrir meira en fjórðungi aldar. í Birkilundi er einnig verið að endurbyggja gamalt gróðurhús. Starfsemi er hafin í „skipasmíðastöðinni“ á Miðhúsum, sem byggð var í fyrra. Þar er 1 verið að endurbyggja fiskibát. Sigríður og Már við verðlaunaverkið. Búnaðarfélagið hélt kvöldvöku á Hótel Geysi í nóvember. Aðalræðumaður var Þór Vigfússon, kennari á Selfossi, sem sagði frá Kampholtsmóra og fleiri draugum. Afrekshorn félagsins fengu að þessu sinni Már Sigurðsson og Sigríður Vilhjálmsdóttir, hótelhaldarar við Geysi. Þau hin sömu fengu einnig umhverfisverðlaun Ungmennafélags Islands og Pokasjóðs verslunarinnar. Voru þau afhent á veglegri samkomu á Söndunum á jólaföstunni, sem lauk með herlegri veislu í boði verðlaunahafa. Hlíðabændur hafa heimt nokkuð af fé eftir áramótin. Fyrst fundu þeir fjórar kindur við gamla farveg Farsins sunnan í Brekknafjöllum. Tvær þeirra voru frá Austurhlíð en hinar frá Austurey í Laugardal. Skömmu síðar fundust þrjár í Sjónarhólum norðvestan við Sandfell. Það var dilkær frá Austurhlíð og lamb frá Austurey. 1 byrjun febrúar sáust sjö kindur fyrir innan Selgil í Efstadal. Hlíðamenn fengu til samstarfs við sig, til að ná í þær, bæði Laugdæli og Grímsnesinga. Sex af þessum kindum voru frá Austurhlíð en ein frá Hæðarenda í Grímsnesi. Allar voru þessar kindur dável á sig komnar, jafnvel homahlaup á lambhrútum í Brekkunum, en lakastar þær í Sjónarhólunum enda var refur farinn að fylgjast með þeim. Einar Gíslason, fyrrum bóndi í Kjarnholtum, andaðist í desember. Hann var jarðaður í Haukadal. Kristrún Sæmundsdóttir, áður húsmóðir á Brautarhóli, léstíjanúar. Hún var jarðsett á Torfastöðum. Útfarimar fóru báðar fram í Skálholtskirkju. A.K. Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.