Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 16
Heimsins stærsta hagamús frh.
Þorfinnur og hvolpurinn Kolgrímur í „stúdíóinu “ á Felii.
Þ: Það er hægt að lokka þær til og frá og
sumar eru orðnar mög gæfar. En auðvitað fer
mikið af filmu til spillis. Ætli það sé ekki 1:80
til 1:100 sem er nýtanlegt.
En ég hef heldur ekki verið einn í þessu.
Starfsmaður Náttúrufræðistofnunar, Þorvaldur
Björnsson, hefur unnið með mér allan tímann og
hjálpað til við að lokka þær fyrir myndavélina.
Svo hefur konan mín, Bryndís J.
Gunnarsdóttir, líka hjálpað til í fríum og um
helgar. Hún vinnur annars í Ráðhúsi
Reykjavíkur, svo hún er ekki svo mikið hér.
L-B: Þið búið þá ekki hér á Felli?
Þ: Nei, við eigum íbúð í bænum og búum þar.
En meðan á tökum stendur hef ég verið hér á
Felli og kann mjög vel við mig hér.
L-B: Eigið þið börn ?
Þ: Ekki saman, en ég á eina stjúpdóttur,
Thelmu Guðrúnu Jónsdóttur.
L-B: En aftur að músunum. Hvernig nærð þú
í hagamýsnar?
Þ: Inga Birna á.Vatnsleysu hefur hjálpað mér
að veiða mýsnar. Við veiddum um 90 mýs á
hálfum hektara í brekkunni fyrir neðan
Vatnsleysubæinn, en það er mjög mikil þéttni.
Þéttara en í Vík í Mýrdal, þar sem hafa mælst
um 160 mýs á ha, og var talin vera þéttasta
músabyggð á íslandi.
L-B: Erþað alltafsama músin sem leikur
aðal söguhetjuna ?
Þ: Nærmyndirnar eru flestar af sömu músinni,
annars höfum við reynt að hafa aðalleikarann að
minnsta kosti með sama marki, biti aftan hægra!
L-B: Markið þið mýsnar?
Þ: Nei þær marka sig sjálfar þegar þær eru að
slást. Það liggur nærri að þriðja hver mús hafi
bitið eyra.
L-B: Geturþú sagt mér eitthvað um
hagamýsnar? Hvað lifa þær lengi?
Þ: Þær lifa 2-3 ár úti í náttúrunni, þannig að
upphaflegi Óskar er ennþá til hérna
einhversstaðar. Þær eru næturdýr, fara á stjá í
ljósaskiptunúm, þannig að ég vinn mjög mikið á
nóttunni. - Mér finnst reyndar ekkert verra að
vinna á nóttunni, geri mjög mikið af því. -
íslenska hagamúsin er líka merkileg að því
leyti, að hún er heimsins stærsta hagamús. I
nágrannalöndum okkar eru ættingjar hennar
kallaðar skógarmýs og eru um þriðjungi minni.
Það eru skiptar skoðanir á því hvers vegna hún
hefur stækkað svona mikið, en það er þekkt að
dýr á köldum svæðurn hafa tilhneigingu til að
stækka. Hún hefur aðlagað sig skógleysinu og
hörðum vetrum hér á landi.
Þær eru líka mjög snjallar að afla fæðu og
hugmyndaríkar. Ég get sagt þér eina sögu sem
ég varð vitni að núna umjólin heima hjá Höllu
og Braga á Vatnsleysu. Við vorum búin að
fylgjast með tveimur músum, sem höfðu búið í
nokkurn tíma í steinbeðinu hennar Höllu og
voru svo gæfar, að þær átu úr lófa manns. Þegar
snjótittlingunum var gefið var gaman að fylgjast
með því hvað þær voru útsmognar að stela
korninu, við lítinn fögnuð fuglanna, sem réðust
á þær. Til að losna við ágang fuglanna grófu
þær sér holu í skaflinn þar sem fuglunum var
gefið og þaðan skutust þær út að ræna korninu.
Svo þegar fuglarnir voru farnir, selfluttu þær
kornið í rólegheitunum yfir í holu sína í
steinbeðinu.
L-B: Eru engir aðrir leikarar í myndinni en
hagamýsnar.
Þ: Jú, fyrir utan fólkið á eystri bænum á
Vatnsleysu, leikur íslenski hundurinn Askur frá
Vatnsleysu stórt hlutverk, sem hinn forvitni
fjárhundur. Askur var alíslenskur
verðlaunahundur, sem Halla á Vatnsleysu átti.
Hún var reyndar búin að gefa mér hann. En því
miður varð hann undir bíl á leið í réttirnar í
haust. Núna eigum við Halla þennan hvolp,
hann Kolgrím, saman. Hann er á Vatnsleysu
þegar ég þarf að vera í bænum, annars er hann
Litli - Bergþór 16