Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 7
Hreppsnefndarfréttir Skýrsla byggingafulltrúa 1996. Kostnaðarhlutur Biskupstungnahrepps kr. 1.115.767,- Fundargerð skólanefndar 15. janúar 1997. Samþykkt að leita eftir því við skólaskrifstofu að hún skili skýrslu um starf í Reykholtsskóla sem unnið hefur verið að undanfömu. Asborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi Biskupstungna kom á fundinn og lagði fram greinargerð um starf sitt fyrir árið 1996. Hreppsnefnd Biskupstungahrepps er afar óánægð með það hvernig fyrrverandi sláturhús S.S. í Laugarási er smám Saman að grotna niður vegna viðhaldsleysis. Hreppsnefnd krefst þess að S.S. sjái til þess að þegar í stað verði gegnið þannig frá húsinu að ekki sé til vansa. Hreppsnefnd mælir eindregið með því að S.S. leiti allra leiða til að finna húsinu hlutverk, þannig að í því geti hafist atvinnustarfsemi. Lögð voru fram frumdrög að fjárhagsáætlun fyrir 1997. Hreppsráðsfundur 6. febrúar 1997. Bréf Foreldrafélags leikskólans Álfaborgar dags. 28. janúar. Niðurstaða könnunar um leikskólaþörf. Einnig er í bréfinu farið fram á að bætt verði úr þörf á pössun, sem er fyrir hendi í sveitarfélaginu. Hreppsráð leggur til að opnunartími verði sá sami þetta ár og var á s.l. ári jafnframt óskar hreppsráð eftir skýrslu leikskólanefndar um fyrirhugað starf leikskólans á næsta skólaári miðað við húsnæðið eins og það er og þann fjölda bama sem heimilt er að vista. Hreppsráð leggur til að ekki verði teknar ákvarðanir um breytingar á húsnæði skólans fyrr en þessi skýrsla liggur fyrir. Bréf Gylfa Haraldssonar dags. 18. janúar um umhverfi sundlaugarinnar innan girðingar. Samningur um samstarf og stefnumörkun í ferðaþjónustu milli allra sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu og Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands. Samingurinn hefur verið undirritaður með fyrirvara um samþykki hreppsnefnda. Hreppsráð leggur til að samningurinn verði samþykktur. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, áætlun um framlög 1997. Fundargerð Atvinnuþróunarsjóðs 24. janúar. Fundargerðinni fylgja gögn um stofnun Atgeirs ehf. Fundargerð framkvæmdaráðs Heilbrigðiseftirlits 23. janúar. Samþykkt að óska eftir að fá frumvarp um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit til umsagnar. Ennfremur samþykkt að óska eftir upplýsingum um stjómskipulag Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og hvemig tilnefnt er í svæðisnefnd og framkvæmdaráð eftirlitsins. Kaupsamningur sumarhúsa á Reykjavöllum (27 lóðir). Ekki tekin afstaða til samninganna þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Skipulag sumarhúsa á Felli. Nýjar teikningar unnar eftir bókun hreppsnefndar á fundi 21. janúar lágu frammi. Skv. teikningunni er gert ráð fyrir 30 lóðum neðan þjóðvegar en 15 ofan vegar. Hreppsráð leggur til að aflað verði heimildar til að auglýsa deiliskipulag á Felli. Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Reykholts 1997 - 2017 lá frammi. Hreppsráð leggur til að aflað verði heimildar til að auglýsa skipulagið. Endurskoðun aðalskipulags Laugaráss. Hreppsráð leggur til að sótt verði um mótframlag Skipulagsstjórnar . ríkisins til verksins, sem unnið verði á þessu ári. Gengið var frá drögum að fjárhagsáætlun til fyrri umræðu. Hreppsnefndarfundur 11. febrúar 1997. Rætt var talsvert um skipulag Ióða á Reykjavöllum og hvort hreppurinn kynni að bera einhverja ábyrgð ef sölur á landi hefðu þegar farið fram. Auglýsing á deiliskipulaginu hefur ekki farið fram en oddviti mun leggja til við skipulag ríkisins að það verði gert hið fyrsta. Samþykkt var að unnið verði að endurskoðun á aðalskipulagi Laugaráss og Skálholts á þessu ári. Liður 12 í fundargerð hreppsráðs 6/2 1997. Um endurskoðun á aðalaskipulagi Reykholts. Samþykkt var að haldinn yrði opinn fundur um skipulagsmál á auglýsingatíma á endurskoðuðu skipulagi Reykholts og nágr. og yrðu þá jafnvel kynnt skipulög í nágrenninu um leið. Um lið 5 í fg. frá 6/2: Sveinn kynnti samning milli Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands og allra sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu. Sjá bréfabók. Um skipulagsuppdrátt á Drumboddsstöðum I. Samþykkt að senda umsagnaraðilum til umsagnar og síðan yrði leitað eftir því við Skipulag ríkisins að leyfí fáist til að auglýsa deiliskipulag þessarar sumarhúsabyggðar. Kynnt var tillaga að skipulagi á tjaldstæði á Geysissvæðinu í landi Laugar. Oddviti lagði fram lóðarblað um sumarhúsalóðir í Laugarási sem yrðu hjá Teiti og Jónasi. Samþykkt var að oddviti gengi frá samningum við þá tengdafeðga. Um skipulagsmál á Iðu II. Oddviti kynnti stöðu mála vegna kærubréfs sumarhúsalóðar í landi Iðu II. þar sem kærð er ákvörðun byggingafulltrúa að veita K.B. leyfi til byggingar á sumarhúsi. Gísli las upp bréf sem sent verður til umhverfisráðuneytisins frá sveitarstjóm. Einnig verður óskað eftir því við Skipulag ríkisins að deiliskipulag í landi Iðu II á svæði II verði staðfest. Fjárhagsáæltun, fyrri umræða. Farið var yfir fjárhagsáætlun. það kom fram að komið er loforð frá Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga um kr. 1.000.000,- til að hefja undirbúning að byggingu íþróttahúss. Samþykkt var að hækka áætlað framlag til byggingar íþróttarhúss upp í 1.200.000.- Einnig var samþykkt að undirbúningsnefnd sem til er að byggingu íþróttahúss geri einhverjar tillögur um kostnað, byggingarmáta og annað sem skiptir máli í samráði við oddvita og endurskoðanda hreppsins. Tillögur þessar skulu vera komnar til oddvita fyrir seinni umræðu um fjárhagsáætlun. Tekið saman af D.K. Litli - Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.