Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 21
Atferli hrossa frh máttlaus á hausnum, afturperrt eyru tákna óánægju, skapofsa eða árásargirni (Elwyn Hartley Edwards, 1991). Augun eru oft sögð vera spegill persónuleikans. Þau lýsa mjög vel skapgerð og ástandi hestsins, þau geta verið stór, skýr og góðleg sem og lítil og þrjóskuleg og allt að því ill. Augun geta einnig verið óróleg og kvíðin sem og róleg og yfirveguð eða borið svip um dugnað orku og vilja. Ef hesturinn frýsar í reið ber það vott um afslöppun en ef hann frýsar stutt og ákveðið er það merki um að hann sé í uppnámi. Einnig er álitið að hestar frýsi og hreyfi eyrun til að greina fjarlægðir og hluti, með því að nema bergmál. Á taglinu er einnig hægt að „lesa„ líðan hestsins, óspennur hestur ber taglið slakt, spenntur eða pirraður hestur slær taglinu til, kvíðinn hestur klemmir það, og þegar hestur montar sig, sperrir hann tagiið (Feldmann/Rostock, 1986). Ef menn geta lesið svona út atferli hestsins og áttað sig á því að hesturinn er flóttadýr er örugglega hægt að koma í veg fyrir margan misskilning sem verður í tamningu og þjálfun hrossa. Lokaorð. Rannsóknir á atferli hrossa eru ekki komnar langt, en þetta sem vitað er, ættum við að nýta okkur til hins ítrasta. Ef við skiljum hestinn, vitum hvernig hann mun bregðast við ákveðnum aðstæðum og af hverju hann bregst svona við en ekki öðruvísi, þá tekst okkur örugglega miklu betur að umgangast, temja og þjálfa þessa yndislegu skepnu, HESTINN. Heimildaskrá. Albert Jóhannsson, Handbók hestamanna, Landsamband hestamannafélaga, Reykjavík 1979, (bls. 7-16). Albert Jóhannsson, Handbók íslenskra hestamanna, Örn og Örlygur, Reykjavík 1991, (bls. 125-129). Elwyn Hartley Edwards, Stóra hestabókin, London 1991, Þýðandi Óskar Ingimarsson, Iðunn, Reykjavík, 1992, (bls. 22-26). Eyjólfur ísólfsson, Sjón, heyrn og minni hestsins, Eiðfaxi 1990 1. tölublað (bls. 9-12). Guðmundur Birkir Þorkelsson, Fróðleikur um hesta, Eiðfaxi 1985, 10. tölublað (bls. 7). Ingveldur Sveinbjörnsdóttir, Orsakir hegðunar, Eiðfaxi 1985, 5-6 tölublað, (bls. 17-20). Jeremy Houghton Brown & Vinvent Þowell Smith, Horse & Stable Management, Collins London 1984, (bls. 66-75). Walter Feldmann & Andrea-Katharina Rostock. Hesturinn og reiðmennskan, Þýskaland 1986. Þýðandi Hlín Þétursdóttir og Þétur Behrens 1990, (bls. 13-16). Sími 486 8915 fax 486 8715 Söluskálinn við Geysi Sími 486 8935 Smáréttir minjagripir Bensín og olíuvörur Tjaldstæði - hjólhýsasvæði Bláfellsbar Góðar veitingar gisting, svefnpokapláss Bergþórsbar, ný bjórstofa Ný glæsileg sundaðstaða. Hestaleiga á staðnum. Cjóð þjónusta Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.