Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 27
Orlítið um ferðamál frh Gísli oddviti, höfðingi, í hestvagni með Dieter Kolb milli Brattholts og Gullfoss. fyrir landið í heild á árinu og hvatti sveitar- og bæjarstjómir til að móta stefnu á sínum svæðum. Víða um land er sú vinna nú í fullum gangi. Vinna vegna sameiginlegs stefnumótunarverkefnis í ferðamálum Uppsveita Amessýslu hófst um mitt sumar. Nokkrir fundir hafa verið haldnir með Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands og fulltmum nærliggjandi hreppa. Liður í undirbúningsvinnu var könnun sem lögð var fyrir gesti í sumar á öllum helstu ferðamannastöðum og í sumarbústöðum á svæðinu. I haust var síðan könnun lögð fyrir sveitarstjómarmenn, fulltrúa félaga og fyrirtækja ásamt ákveðnu úrtaki almennra fbúa. Fyrstu drög að niðurstöðum liggja nú fyrir og endanlegra niðurstaðna er að vænta innan skamms. Eg vil þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessari könnun og einnig nemendum í 10. bekk sem aðstoðuðu við dreifingu. I framhaldi af þessari undirbúningsvinnu verður farið af fullum krafti út í stefnumótun fyrir svæðið í heild. þegar hefur verið undirritað samkomulag átta hreppa um samvinnu í ferðamálum og sameiginlegan ferðamálafulltrúa fyrir Uppsveitir Árnessýslu. Almennur kynningarfundur um verkefnið verður væntanlega haldinn innan skamms. Framtíðarsýn Á nýju ári hefur framangreint stefnumótunarverkefni forgang og að því loknu þarf að fylgja því vel eftir. Einnig þarf að halda áfram öflugu kynningarstarfi, efla samvinnu og auka gæði í ferðaþjónustunni eins og hingað til. Ferðamálaráð hefur nýlega auglýst til umsóknar styrki til umhverfisbóta á ferðamannastöðum á Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurnesjum og Suðurlandi. Við höfum þegar sótt um styrk fyrir Biskupstungnahrepp til gerðar göngustíga í Laugarási og Reykholti og Landgræðslufélagið sótti um vegna reiðleiðar á hálendinu. Sum störf er efitt að meta s.s. forvarnastörf, upplýsinga- og kynningastörf, en ég er nokkuð ánægð þegar litið er um öxl og horfi bjartsýn fram á veginn. Fólk víða um land hefur fullvissað mig um það að við Biskupstungnamenn séum sýnilegri en við vorum fyrir ári síðan. Ekki þó frægir að endemum heldur með jákvæðum formerkjum. I heildina finnst mér vera gott hljóð í ferðaþjónustufólki í Biskupstungum. Flestallir merktu aukningu á síðasta ári og bókanir fyrir það næsta lofa góðu. Ymsir aðilar bæði innlendir og erlendir sem ekki hafa verið hér í viðskiptum áður hafa synt svæðinu áhuga og vonandi verður eitthvað framhald af því á árinu. Víða erlendis svo og innanlands er að finna staði sem skarta mikilli náttúrufegurð, en þegar fólk velur hvert það ferðast spila ýmsir fleiri þættir inn í. þar má nefna þjónustu, afþreyingarmöguleika, aðgengi o.fl., en ekki síst menningu. Við getum ekki slitið úr samhengi landið og lífið í landinu. Mikið hefur verið fjallað um menningu og ferðamál á liðnu ári og menn eru ekki á eitt sáttir um skilgreiningu á menningu, mér finnst einfalda málið að tala um mannlíf. Það eru víða fallegir staðir, en það er mannlífið á hverjum stað sem er punkturinn yfir iið. Við skiptum öll máli hvað sem við erum að fást við. Unga kynslóðin okkar hefur til að mynda lagt sitt af mörkum á liðnu ári, tónlistarfólk, íþrótta-, rally- og hestafólk hefur gefið góða mynd af lífinu í sveitinni með framkomu sinni út á við. Við getum eytt miklum tíma og fjármagni í að laða til okkar ferðamenn, en það hefur ekki þýðingu nema við séum tilbúin til að taka vel á móti þeim og ekki sakar að hafa svolítið gaman af. Besta auglýsingin verður alltaf ánægður gestur. Hvernig tökurn við á móti gestum? 1 Biskupstungum er að mínu viti gott mannlíf sem við getum verið stolt af. Ég þakka ferðaþjónustuaðilum fyrir afar ánægjuleg samskipti og vona að við eigum öll gott ferðamannaár framundan. Ásborg Arnþórsdóttir |_____Eftirtaldir aðilar styrkja útgáfu þessa blaðs. Vélaverkstæði Guðmundar og Lofts s. 486-8840 Iðu fax 486-8778 Litli - Bergþór 27

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.