Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 23

Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 23
FORELDRABLAÐIÐ 23 muni eftir því að „sjaldan veldur einn, er tveir deila“, og mörgum börnum hættir til að skýra nokkuð einhliða þau mál, er snerta þau sjálf persónulega. Það er börnunum ósjálfrátt. Þau eru örlynd og tilfinningar þeirra lítt tamdar, og því vill frásögn þeirra oft verða hlutdræg, án þess það sé beinn ásetningur þeirra, og því er framburði þeirra varlega treystandi að öllu leyti. Nauðsynlegt er því að kynna sér slík mál frá báðum hliðum. Glataðir munir. Nauðsynlegt er, að munir skólabarnanna séu merktir greinilega, svo þeir kömizt til skila, ef þeir tapast. Bækur þeirra með nafni og heim- ilisfangi og skóhlífar með stöfum þeirra. Þá vill skólinn mælast til þess við aðstandendur, að þeir áminni börnin um að taka heim muni sína, handklæði og gleraugu, þegar þau hætta í ljós- unum, og eins að láta vitja þessara muna, ef barn veikist eða verður að hætta í ljósunum. MiSSIiæjiarskólinii. Settir kennarar. Tveir kennarar voru settir við skólann síðast liðið haust, þau Jón Guðmannsson og Soffía Benjamínsdóttir. Höfðu þau verið forfallakenn- arar og stundakennarar við skólann í nokkur ár. Nemendur og kennarar. Nemendur skólans eru í ár 1775. Fastráðnir kennarar skólans eru nú 42, yfirkennari og skóla- stjóri eru taldir með. Stundakennarar og for- fallakennarar almennra námsgreina eru 5, en hinir eru 4, sem sérgreinir kenna. Klæðleysi. Borið hefir á því í vetur, að skólabörn eru of klæðlítil, og gengur treglega að bæta úr því. Atvinnuleysi og fátækt eru oft aðalorsakirnar. Þurfa allir að vera samtaka um að útrýma skortinum. Þrifnaður. Heimilisþrifnaði er víða ábótavant. Hjúkrun- arkona skólans er fús að hjálpa og ráðleggja. Er nauðsynlegt fyrir aðstandendur barna að snúa sér til hennar um vandamál gagnvart hreinlæti og fara eftir ráðleggingum hennar. Allir foreldrar, Sem vilja, að börnin þeirra hafi hvítar og fallegar tennur, ættu að kaupa handa þeim harðfiskinn góða með merkjum harðfisks- sölunnar. Hann fæst í næstu matvöru- verzlun. Harðfiskssalan, Þvergötu - Sími 3448 Þekkt innlend framleiðsla: Botnvörpur Vörpugarn Bíndígarn EF. HAMPIÐJAN Símar 4536 - 4390. Símnefni: Hampiðja.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.