Foreldrablaðið - 16.12.1939, Qupperneq 32

Foreldrablaðið - 16.12.1939, Qupperneq 32
32 FORELDRABLAÐIÐ þurfti að kaupa slátur, og ég fór með henni. — Ég gat ekki komið í skólann í gær, af því að ég var með hálsbólgu. Þessár afsakanir og auðvitað ýmsar fleiri, hafa oft verið sagðar í mín eyru. En af þessu eru hálsbólgutilfellin venjulega verst, ef ekki helber uppspuni. Það hefir, sem sé, oft komið á daginn, að hálsbólg- an var ekki svæsnari en það, að sama dag og sjúklingurinn gat ekki mætt í skóla að morgni, hefir maður rekizt á hann niður í bæ, jafnvel í allskonar misjöfnum félagsskap, varpandi frá sér klúryrðum og allskonar ósiðsemi á veg fullorðinna manna eða þá við blaðasölu. Það virðist, að ekki hefði það átt að vera neitt óhollara fyrir sjúklinginn að mæta í skólanum þann daginn. Það ætti að liggja í augum uppi, að fyrir nám hvers barns eru tíðar fjarver- ur afar skaðlegar; rjúfa heild þess og gera það grautarlegt og einskisvirði. Og þótt einhverjir séu nú þeirrar trúar, að börnin læri ekkert í barnaskólunum, þá er þeirri staðreynd ekki mótmælanlegt, að óleyfilegar fjarverur frá fyrirskipuð- um tímum hafa afar siðspillandi áhrif á barnið, eins og allar illa ræktar skyld- ur. Það má taka það fram, að óleyfilegar fjarverur koma mest niður á tímum, sem slitnir eru frá aðalnáminu, þó að vitanlega eigi þær sér þar stað einnig. Verst verða úti t. d. leikfimitímar, sund, smíðatímar o. s. frv. Þetta verður að lag- ast. Allur trassaskapur er einhver leiðasti löstur hvers manns, en af öllum góðum dyggðum eru drengskapurinn og skyldu- ræknin bezt. Ég trúi ekki öðru en allir góðir menn vilji innræta börnum sínum þá eiginleika. Beri nauðsyn til, að barn sé fjarver- andi frá skóla dag og dag, munu leyfi frá skólans hálfu venjulega mjög auðsótt Bókabúð Æskunnar Kirkjuhvoli Hefii* á bodstólum: Úrvals barna og unglingabækur Skemmtibækur Ýmiskonar fræði- bækur Ljóðabækur ofl. Sími 4235

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.