Foreldrablaðið - 16.12.1939, Qupperneq 36
36
FORELDRABLAÐIÐ
máls, nota ambögur og orðskrýpi o. s.
frv. Barnaskólinn gefir börn, sem þann-
ig koma að heiman trauðlega að mál-
fræðingum eða rithöfundum, eins og
sumir virðast ætlast til, að hann vinn-
ur vissulega meira en flestir áhorfendur
gera sér grein fyrir, í þá átt að draga
úr þeirri ískyggilegu hættu, sem yfir ís-
lenzkri tungu vofir á þessum þjóðbylt-
ingatímum. Meðal annars vegna þessa,
er ábyrgðarhluti að draga úr árlegum
starfstíma skólanna, og verður það eigi
gert, án þess að það komi niður á móð-
urmálsnáminu, meðal annars.
2. Stytting kennslutímans getur að-
eins á einn hátt dregið úr útgjöldum
ríkisins við skólahaldið, sem sé þann, að
laun kennara lækki að því skapi er
styttingunni nemur. En barnakennarar
eru, svo sem kunnugt er, meðal þeirra
starfsmanna hins opinbera, sem allra
lægst eru launaðir. Kjör þeirra eru nú
þegar svo bág, að fyrir fjölskyldumenn,
sem ekkert hafa annað en kennaralaun-
in, getur ekki verið nema um tvennt að
ræða að líða skort eða safna skuldum.
Það virðist því vissulega vera furðuleg
bjargráðaráðstöfun að lækka laun þeirra
manna, sem búa við skort en gegna þó
einhverju vandasamasta starfi þjóðfé-
lagsins. En ef hallæri verður í landi, sem
réttlætt getur neyðarráðstafanir, hvers
vegna þá ekki að láta eitt ganga yfir
alla? Hvers vegna þá ekki að veita ríkis-
isstjórninni samskonar heimild til að
lækka laun presta, lækna, sýslumanna,
póstmanna o. s. frv. Kennarar munu
ekki skorast undan því öðrum frem-
ur að bera að sínu leyti sameigin-
legar byrðar þjóðarinnar á erfiðum tím-
um. En þeir hljóta að telja það ganga
ofsóknum næst, ef þeir, sem um ára-
tugaskeið hafa verið lægst launaðir
Tí§i§kaffið
gerir alla
glaða
Vélsmiðjan
H ÉÐ I N N
Reykjavík
Símn.: Héðinn
Sími 1365
(þrjár línur)
Rennismiðja
Ketilsmiðja
Eldsmiðja
Málmsteypa
Framkvæmir fljótt og vel
viðgerðir á skipum, vél-
um og eimkötlum.
Utvegum meðal annars
hita- og kælilagnir, stál-
grindahús og olíugeyma.
Hárgreiðslu- og snyrtistofan
Laugavegi
Permanent, Vella og Egnsin
Fljót og góð afgreiðsla.