Foreldrablaðið - 16.12.1939, Side 39
FORELDRABLAÐIÐ
39
Jónas B. Jónsson:
Foreldrarnir, börnin
Eitt það, sem vekur mesta gremju og
jafnvel reiði hjá foreldrum og öðrum
uppalendum er þrái og óhlýðni barna.
Af þessari gremju eða reiði leiðir svo, að
refsingin fyrir óhlýðnina verður of hörð
í hlutfalli við óhlýðnina. Reiðin glepur
uppalandanum sýn, og hann lætur skap-
ið bera skynsemina ofurliði. Hann skoð-
ar óþægð barnsins, sem persónulega
móðgun eða misgerð gagnvart sjálfum
sér. Takmarkið er þá ekki lengur vel-
ferð barnsins, hugurinn snýst um upp-
alandann sjálfan. Afleiðingin verður sú,
að refsingin verður óréttlát, en órétt-
læti þola börn ekki. Þau fyllast eðli-
legri gremju gagnvart refsandanum. Ef
til vill forðast þau að endurtaka brotið
í nærveru uppalandans, en það stafar
meira af því, að þau óttast óþægindi
refsingarinnar, en hinu, að þau skilji og
viðurkenni að hegðun þeirra hafi verið
röng.
M. ö. o. ábyrgðin á gerðum barnsins
er því raunverulega hjá uppalandanum
en ekki hjá barninu, og þá er illa farið.
Því að eitt það þýðingarmesta í upp-
eldi barna er, að þau sjálf beri ábyrgð
á sínum eigin gerðum. Takist það ekki
er það foreldranna sök en ekki barn-
anna. En foreldrum og öðrum uppal-
endum hættir svo oft til, er í óefni er
komið með uppeldi barns, að skella
skuldinni á það, segjast ekkert skilja
í, hvernig á því standi að barnið sé
svona og svona. En sökin liggur undan-
tekningarlítið hjá þeim sjálfum. Börn,
sem alin eru upp hjá hreinskilnum,
sannorðum, hollráðum og hugsandi for-
eldrum, sem hafa sterka ábyrgðartil-
VISIR
ER EEZTA
DAGBEAÐIÐ
Ódýrasta dagblaðið.
Aðeins kr. 2.50 á mánuði.
Bc/ta fréttablaðið.
Gerist áskrifendur
Sími 3400.
Hreinar, hvítar og fallegar
t e n n u r
prýða.
Gott tanncrem
á bæði að hreinsa
tennurnar og varð-
veita þær fyrir
skemmdum.
Notið
Rósöl tanncrem