Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 5
/ fyrrnvetur efndi Stéttarfélag barnakennara í Reykjavík til nokkurra
frœðsluerinda um skólamál fyrir almenning. Þar sem „Foreldrablaði&^ tel-
ur þessa starfsemi athyglisverða og virðist hún líkleg til þess að auka sam-
starf heimila og skóla, kom það að máli viS formann stéttarfélagsins, Stein-
ar Þorfinnsson, og innti hann frétta af þessari starfsemi félagsins.
— Hvað voru þessir fræðslufundir
margir, og um hvað fjölluðu þeir?
— Fundirnir voru sex: Helgi Elías-
son fræðslumálastjóri flutti erindi um
fræðslulögin og framkvæmd þeirra;
Isak Jónsson skólastjóri ræddi um lestr-
arkennslu; Halldór Halldórsson pró-
fessor talaði um stafsetningu og staf-
setningarkennslu; Jónas B. Jónsson
fræðslustjóri um reikningskennslu, og
dr. Sigurður Pétursson gerlafræðingur
um náttúrufræðikennslu. Enn fremur
hafði Isak Jónsson sýnikennslu í byrj-
unarlestri og átthagafræði.
— Voru fundirnir vel sóttir?
— Til jafnaðar sóttu fundina um
hundrað manns.
— Eruð þið ánægðir með aðsóknina?
— Nei, það olli okkur nokkrum von-
brigðum, hve fáir sóttu fundina, þegar
þess er gætt, hve margir eiga hér hlut
að máli, og fengnir voru úrvalsfyrir-
lesarar til að fjalla um þá þætti skóla-
málanna, sem mikið er rætt um manna
á meðal.
—• Voru fundirnir þá nógu vel aug-
lýstir?
— Já, það held ég. Við höfðum þann
hátt á, að senda fundarboð með hverju
barni í barnaskólunum heim á heim-
ilin. Auk þess birtust fréttatilkynning-
ar í blöðum og útvarpi fyrir hvern
fund.
— Hver var tilgangurinn með þess-
um fundum?
— Hann var sá, að veita almenningi,
og þá einkum foreldrum, nokkra fræðslu
um skólamál almennt, vekja þá til um-
hugsunar og skilnings á starfi og hlut-
verki barnaskólans.
— Telur þú, að foreldrar gefi þess-
um málum ekki nægan gaum?
— Skólamálin virðast vera ofarlega
í hugum þess fólks, sem á börn i skóla,
og jafnvel mikið rædd á heimilum og
í kunningjahópi. En æði oft vantar
kunnugleika á þessum málum, og gæt-
ir því iðulega misskilnings í slíkum
umræðum. Hins vegar er áberandi, hve
lítið foreldrar láta þessi mál til sín taka
á opinberum vettvangi, og hirða lítt
um að afla sér þekkingar á fræðslu-
lögunum og starfsemi skólanna. Enda
er þessi fáfræði vatn á myllu þeirra
FORELDRABLADIÐ 3