Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 15
aðra skóla í Reykjavík. Aðalkennarar eru 6 með skólastjóra, en auk þess eru
þrír „sérgreina“kennarar með nokkrar kennslustundir hver.
Nokkur frumbýlisháttur var á skólastarfinu fyrsta árið, t. d. var enginn
tannlæknir þá við skólann, en nú er ráðin bót á því og tannskoðun og tann-
lækningar haínar, og fer sú starfsemi fram í næsta húsi við skólann, þar sem
fullkomin tæki eru fyrir hendi.
Stærsta vandamál skólans nú er óhentugt leiksvæði. Leikvellirnir eru
tveir grasvellir, sem verða ófærir til leiknota, þegar rigningar eru eða þýð-
viðri, og þá hafa börnin aðeins lítið hellulagt svæði kring um húsið og gang-
stétt við umferðargötu. Nokkur rekspölur er kominn á að ráða bót á þessu,
en það er líka aðkallandi nauðsynjamál, sem þarf að hraða.
Skólastarfið sjálft mun ég ekki ræða hér, en áherzla er lögð á góða fram-
komu og umgengni nemenda innan skóla og utan, og mánaðarlega fer fram
prófun á lestrarframför barnanna.
Að síðustu vil ég taka fram, að skólinn óskar eftir samstarfi við foreldra
í vandamálum skólastarfsins, og að þeir hvetji bömin til að virða reglur
skólans og námsskyldu.
.lesa að auðvelt er Þannig
Reyndu að lesa næstu línu frá hægri til vinstri, þegar þú ert
áfram þannig haltu og vinstri frá þá hyrjaðu ,þvi að búinn
rétt og öfugt sitt á hvað. Er léttara að lesa þannig? Sál-
þeirri að komizt hefur W. B. Clark prófessor fræðingurinn
niðurstöðu með sérstöku áhaldi, að svona víxllestur þreyti
.hægri til vinstri frá ,lestraraðferð venjuleg en minna augun
Áhaldið tekur myndir af hreyfingum augnanna og kemur þá í
þegar ,hraða jöfnum með línunum ekki fylgjum við að ,ljós
við lesum, augun hreyfast með rykkjum og eru kyrr á milli.
það en — mestu að augnanna rykkir hverfa víxllestri Með
eru einmitt þeir, sem valda þreytu og ofreynslu augnanna.
FORELDRABLAÐIÐ 13