Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 19
Drengurinn grípur því það ráð að
smeygja sér þegjandi framhjá og beint
í sætið sitt.
Nú er svo komið, að flest börnin í
bekknum hafa misst allan áhuga fyrir
reikningsnámi. Þau eru forvitin og
vonast eftir einhverju skemmtilegu.
Kennarinn lokar hurðinni og gengur
að sæti þess nýkomna og heilsar hon-
um. Svo kemur gamla spurningin:
— Hvers vegna gazt þú ekki mætt á
réttum tíma?
Og þá skeður það. Augun í þessum
tólf ára karlmanni fyllast af tárum,
og um leið og hann byrjar að snökta,
stynur hann upp:
—■ Mamma vaknaði ekki, vekjara-
klukkan er í viðgerð.
Hávaði og hvískur deyr út, það verð-
ur næstum óþægilega hljótt í bekknum.
Kennarinn veit vel, að þó að börnin
grúfi sig yfir reikningsbækumar, þá er
það allt annað en reikningurinn, sem
nú brýzt um í hugum þeirra. Þau hafa
öll tekið afstöðu með drengnum. Kenn-
arinn veit einnig, að andúð alls bekkj-
arins vofir yfir honum, og jafnvel virð-
ing hans sjálfs getur oltið á því, sem
hann segir næst. Eða á hann að velja
þann kostinn að þegja? Það er kannske
áhættuminnst. Það er varla von, að
hann, sem hefur oft og mörgum sinn-
um krafizt stundvísi og reglusemi af
bekknum, þori á þessari stundu að flytja
nú enn eina áminningarræðuna. Hann
veit líka, að raunverulegu sökudólgarn-
ir, foreldrarnir, steinsofa heima í rúm-
um sínum. Þeim er fæstum ætlað að
byrja vinnudaginn fyrr en kl, 9 eða 10,
og jafnvel seinna sumum hverjum, þó
börnum þeirra sé ætlað að mæta kl. 8
til sinna starfa.
Kennarinn reynir því að bjarga því,
sem bjargað verður. Vináttu bamanna
vill hann halda, hvað sem öðru líður.
Hann segir því í fremur vinsamlegum
tón:
— Svona, vinur, það tekur því nú
ekki að skræmta yfir þessu. Það getur
flesta hent að sofa yfir sig, og mig líka,
en það má bara ekki koma oft fyrir —
einu sinni eða tvisvar á vetri er hámark
— en auðvitað er bezt, að það komi
aldrei fyrir.
Svo hringir bjallan og öllum léttir.
Þessi misheppnaða kennslustund er lið-
in. En kennarinn kvíðir því, að fyrsta
stund á næsta degi verði þessari lík.
Fyrir fáum árum hafði ég 12 ára
dreng í einkatímum. Móðir drengsins
taldi ömggara, að hann fengi smávegis
hjálp til þess að hann næði góðri eink-
unn í íslenzku og reikningi við barna-
prófið.
Þegar móðirin bað mig fyrir dreng-
inn, sagði hún mér að hún og maður
hennar hefðu gefið drengnum arm-
bandsúr, en það skilyrði hefði fylgt
gjöfinni, að ef hann svikist nokkm
sinni um að mæta á réttum matartím-
um og að koma inn á kvöldin á þeim
tímum, sem honum vora ákveðnir, þá
skyldi virið tekið af honum aftur. Sama
gilti um skólann, og svo hvern annan
stað, þar sem hann hefði skuldbundið
sig til að mæta á ákveðnum stundum.
Þess vegna fór hún fram á, að ég
léti sig vita, ef drengurinn mætti ekki
á réttum tíma hjá mér, án þess að hafa
nokkra gilda ástæðu til afsökunar.
Þegar ég kynntist þessum dreng,
komst ég fljótlega að því, að honum
hafði oftar en í sambandi við þetta arm-
bandsúr, verið bent á þær skyldur, sem
FORELDRABLAÐIÐ 17