Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 26

Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 26
Svo að byrjað sé á byrjuninni og grundvallaratriðinu, skal það tekið fram nú þegar, að það að miða verð- leika umræddra bóka við það fyrst og fremst, hvað börn og unglingar þykjast vilja lesa, þegar spurt er, er fullkomin fjarstæða. Því miður er ekki um að ræða meinlausa heimsku þeirra, sem það gera, heldur skaðlega heimsku. f fyrsta Lagi er ekkert mark takandi á því, sem börn segja um þessi efni og veldur því margt, m. a. það, hvað þau hafa verið vanin á að lesa. Annað er hitt, að æsiefnið verður alltaf tiltæki- legast, þegar spurt er. Það er einfaldast í svari og nýtur þannig sérstöðu. Þó að einhver gjaldi því jákvæði sitt, er svo stendur á, þá þýðir það ekki, að hann vilji ekki annað lesa . Meðal manna og dýra hefur sú kvöð allt til þessa legið á hinum eldri að segja þeim yngri nokkuð til vegar, velja og hafna þeirra vegna. Væri fróðlegt að vita, hvar í náttúrunnar ríki þessu sé öfugt farið annars staðar en þá í barna- bókaútgáfu. Börn óska ekki ævinlega sér til handa þess eins, sem þeim er gott og gagnlegt. Nægir í því samhandi að minna á óskir þeirra um sælgæti. Séu þau vanin á eiturlyf, sem kvað vera mjög auðvelt, þá heimta þau eiturlyf. í hverju sem er geta harnalegar óskir þeirra farið í bága við andlega eða lík- amlega heilbrigði þeirra. Þar er það uppalandans að skera úr hverju sinni og vaka yfir velferð þeirra. Þetta ætti hver skyniborinn maður að vita og veit reyndar, ef hann nennir að hugsa um það. Sú þróun, sem komin er í fast form hjá frændþjóðum okkar, vex nú einnig hér hröðum skrefum. Farið er að ætla börnum og unglingum það helzt til skemmtilesturs, sem æsir og er spenn- andi og er þó vægilega til orða tekið. Með öðrum orðum: Börn og unglingar skulu aðeins lesa reyfara. Sum þeirra munu að vísu komast af reyfarastiginu seinna. Langflest ekki. Þá hefur óheilla- vænleg þróun átt sér stað og skapast hafa hér tvær stéttir í andlegum efnum, eins og víða annars staðar. Sú kynslóð hér á landi, sem nú er miðaldra, ólst ekki upp við reyfaralestur. Hún ólst upp á þeim tíma, þegar vorhugur fór um þjóðlíf og lærði snemma að meta listræn verk. Hjá henni er heldur ekki að finna aðeins fáa útvalda, sem notið geta listar í frásögn. Þátttaka hennar í fögnuði yfir því, sem bezt er skrifað, hefur verið að kalla má almenn. Það hefði verið okkur veglegt hlutverk að vera öðrum þjóðum eftirbreytnisverð í þessu efni enn um skeið og helzt þar til upp rofar, En sá, sem vaninn er við lestur á Bennabókum, Siggubókum og hvað það nú heitir allt þetta siðlausa kjaftæði, hann á langa leið fyrir hönd- um til að komast þaðan burtu. Svo langa leið, að það er borin von, að hon- um endist þrek og skilningur til að fagna nýrri Gerplu eða nýjum Tómasi Guðmundssyni. En nú þykir þroskuðu fólki mjög girnilegt að lesa um morð í dagblöðum. Svo segir að minnsta kosti Peter Grove. Hví skyldu þá ekki böm og unglingar fá slatta af morðum og dálítið af öðru- vísi manndrápum til oð lesa um í bók- um sínum? Það er vegna þess, að þetta tvennt er á engan hátt sambærilegt. Á þessu tvennu er eðlismunur svo mikill, að það stappar nærri fávizku að tala um þetta sem eitt og hið sama. Þroskað fólk, sem les frásögn af morðmáli í dag- blöðum, gerir það af vitaðri eða óvitaðri 24 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.