Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 11

Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 11
Hlíðaskólinn. Skólastjóri: Magnús SigurSsson. 1 vetur eru í skólanum 412 börn í 12 bekkjardeildum, sem skiptast þannig: 9 ára deildir 5, 8 ára deildir 4, 7 ára deildir 3. Kennarar eru 11. 1 skólahúsinu við Eskihlíð eru 3 kennslustofur og er fjórsett í þær. Vonir standa þó til, að úr því rætist á næstunni, þar sem gert er ráð fyrir að skól- inn flytji starfsemi sína í ný húsakynni við Hamrahlíð strax og þau verða tilbúin. Þar til í vetur hafa aðeins 7 og 8 ára börn úr hverfinu stundað nám í skólanum, en nú bætast níu ára börnin í hópinn, og gert er ráð fyrir, að einn aldursflokkur bætist við árlega næstu árin. Heilbrigðisþjónustan er enn í Austurbæjarskólanum og leikfimikennslan fer fram í Valsheimilinu. 1 leik- fimina verða börnin að fara yfir Hafnarfjarðarveginn, eina fjölförnustu götu bæjarins, og fylgja kennararnir börnunum fram og aftur, enda hefur verið merkt gangbraut yfir veginn í þeim tilgangi. Melaskólinn. Skólastjóri: Ingi Kristinsson. — Yfirkennari: Helga Þorgilsdóttir. 1 vetur stunda 1311 börn nám við skólann í 47 bekkjardeildum. Skiptast þau þannig eftir aldursflokkum: 12 ára 284 börn, 11. ára 245, 10 ára 268, 9 ára 176, 8 ára 164, og 7 ára 174 börn. FORELDRABLAÐIÐ 9

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.