Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 24

Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 24
merkingu í orðið barnabók, sem sé þá merkingu aðeins, að hér sé ekki um bók að ræða. Þannig mæla vísindin . .. Ekki skal á móti því mælt, að tæp- lega mun hið sama lesefni henta sjö ára bami og sextán ára unglingi. Þó mun það geta átt sér stað, en heyrir til al- gjörðra undantekninga. Hin atriðin tvö skulu bráðum rædd. Af algerlega óvísindalegum hvötum og aðeins fyrir forvitnisakir fékk ég fyrir nokkmm árum hundrað böm í Austurbæjarskólanum til að láta mér í té skrár yfir bókaeign þeirra. I skrám þessum komu fram 497 bókanöfn þýddra og frumsamdra bóka og þar að auki. nokkur bókanöfn, sem ég var í vafa um, hvort telja bæri fremur til þýddra eða frumsamdra, en af þessum 497 bókum voru 373 bækur þýddar, en aðeins 124 frumsamdar. Hinar frum- sömdu bækur voru þó ekki nándar nærri allar það, sem venjulega er átt við með barnabókum, heldur var þar víða um að ræða sígild verk öndvegis- höfunda skrifuð fyrir þroskaða lesendur með næman listasmekk. Öðru máli var að gegna um hinar þýddu bækur. Næst- um allar voru þær bömum og ungling- um ætlaðar, flestar nýútkomnar, ný- þýddar, en nokkrar endurprentanir á gömlum þýðingum. Síðan þetta var hefur sá munur, sem þarna kom fram, vafalaust orðið meiri og hinar fmm- sömdu bækur orðið í enn ríkari mæli í minnihluta. Af bókaskrám þessum mátti ýmislegt læra, t. d. það, hvaða bækur vom í flestra eigu eða nutu að líkindum mestra vinsælda. I sambandi við þetta fékk ég síðan mjög duglegan tólf ára bekk til að segja mér í ritgerð- arformi álit sitt á bókum og hef reynd- ar oft síðan fengið börn á þeim aldri til hins sama. Á þessu aldursskeiði em óskir kynjanna nokkuð ólíkar viðvíkj- andi því, sem lesið er. Getur litið svo út sem glögg skipting í telpna- og drengjabækur sé nauðsynleg og sjálf- sögð. Sé betur að gætt, kemur í ljós, að svo þarf þó ekki að vera. Slík skipting kann að vera hentug til að auka fjöl- breytni, en nauðsynleg er hún ekki. Það stafar af því, að ólíkar óskir kynjanna eru ólíkar aðeins gagnvart æsiefni og hrollvekjum. Drengir óska þess efnis, en stúlkur fara þar miklu hægar í sak- ir og vilja miklu heldur lesa um óvið- jafnanlegar fegurðardrottningar eða kvikmyndadisir. Þeir einir, sem telja þessi efni nauðsynleg umfram önnur, geta talað um nauðsyn á glöggri skipt- ingu telpna- og drengjabóka. Það er mikill misskilningur að halda, að barna- og unglingabækur þurfi endi- lega að fjalla sem mest um börn og unglinga. Virðist þó svo, að hver einasti höfundur þeirra bóka gangi út frá því sem gefnu. Eitthvað kann að vera rétt í þessu, svo langt sem það nær. Af rit- gerðum þeim, sem ég gat um áðan, af bókaskránum og svo af kynnum mínum við börn á ýmsum aldri, er mér ljóst, að skoðunin er mjög hæpin. Börn og unglingar vilja einmitt mjög gjarnan lesa um þroskað fólk. Engum þarf að koma það á óvart, því að séu böm að þykjast í leik, þykjast þau næstum aldrei vera börn. Hugur þeirra allra svo að segja stefnir til þroskaára. Hér á borðinu fyrir framan mig hef ég grein úr danska blaðinu Politiken frá 21. sept. 1956. Greinin er undirrit- uð Peter Grove. Ekki veit ég, hver sá er, en geri ráð fyrir, að hann sé einn hinna vísindamannlegu uppeldisfröm- 22 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.