Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 22

Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 22
— Eru fyrirhugaðar nokkrar breyt- ingar á byrfendabókum í lestri? Er t. d. vœntanlegt meira lesefni rneS léttum texta fyrir byrjendur? — 1 ráði er, að Gagn og gaman verði þrjú hefti í stað tveggja. Þar verður því um aukið byrjendalesefni að ræða. Annað hefti er nýlega komið út lit- prentað og efnislega að mestu nýtt. — Ég vona, að hægt verði að gefa út inn- an skamms meira og fjölbreyttara les- efni fyrir bæði eldri og yngri nemend- ur. Jafnframt vil ég benda á, að því hljóta að vera takmörk sett, hvað út- gáfan getur látið ókeypis af lestrarbók- um sem öðrum bókum. Hún lætur nú þegar skólana hafa mikið lesefni ókeyp- is, eða alls 30 bækur, samtals 2320 bls. Nefna má í þessu sambandi, að útgáfan hefur nýlega gefið út „Byrjandann“, æfingaspjöld í lestri. Þau eru þó ekki látin ókeypis. — Finnst ykkur ekki tími til kominn að endurskoða efni námsbókanna í svo- kölluÖum lesgreinum? — Ég álít, að nauðsynlegt sé að end- urskoða eða endurnýja langflestar þess- ara bóka. Sama má segja um lesbækurn- ar. Einnig er æskilegt, að skólarnir geti valið um tvær eða fleiri námsbækur í hverri grein. En þetta kostar mikið, sérstaklega krefst það mikils stofnfjár. Einnig útheimtir þetta góðan undir- búningstíma. Það getur t. d. verið full- komlega eðlilegt, að það taki 2—4 ár að semja og fullbúa nýja kennslubók. — HváS um nýjar kennslubækur í reikningi? — ÍJtgáfa þeirra er enn á undirbún- ingsstigi. Ég vona þó, að hægt verði að gefa út eitthvað nýtt í þessari náms- grein eigi síðar en árið 1961. — Eru fyrirhugaðar nokkrar breyt- ingar á útliti bókanna? — Ég álít, að kápur bókanna eigi að vera teiknaðar eða myndskreyttar, eftir því sem við verður komið. Hér sérðu tvær myndskreyttar kápur, á nýju staf- setningarbókinni og Islandssögu Þor- steins M. Jónssonar, sem kom út s. 1. ár. Myndir og teikningar í bókunum á yfir- leitt að auka. Oft má segja meira með góðri skýringarmynd heldur en á heilli lesmálssíðu. Æskilegt væri að geta lit- prentað fleiri bækur, sérstaklega fyrir yngstu lesendurna. Kostnaðarins vegna mun þó reynast erfitt, a. m. k. fyrst um sinn, að gera það í stórum stíl. Skemmtilegt væri að geta haft bækurn- ar færri og stærri heldur en nú er og sumar þeirra innbundnar. En einnig þetta er veigamikið kostnaðaratriði. Ég álít þó að gera eigi tilraun með þessa breytingu. —• Nokkuð sérstakt, sem þú vildir segja að lokum? —■ Æskilegt væri, að þeir aðilar, sem starfsemi útgáfunnar snertir mest, þ. e. a. s. kennarar, foreldrar og nemendur, skrifuðu útgáfunni um starfsemi henn- ar. Vel gæti verið, að ýmsar tillögur kæmu þá fram, sem nytsamar væru og beint eða óbeint til hjálpar við lausn þeirra margvíslegu verkefna, sem út- gáfan þarf að leysa á næstu árum. 20 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.