Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 27

Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 27
löngun til að fylgjast með því, sem er að gerast í kringum það. Ef til vill hróflar það við hversdagsleikanum snöggvast, vekur ef til vill hrylling. Um samúð með afbrotamönnum eða hatur á þeim er sjaldan að ræða. Næsta grein blaðsins er lesin og svo er ekki meira um það. Allt öðru máli gegnir um glæpasöguna og morðsöguna og þó sérstaklega, ef lesandinn er barn eða unglingur. Þá er það glæpurinn sjálfur, sem allt snýst um, enda er hann venju- lega sviðsettur til þess. Sá heimur, sem sagan skapar, er til orðinn utan um af- brotin og -þ9ð er hvergi hægt að kom- ast framhjá þeim. Imyndunarríkur les- andi er ekki kominn í þennan stað til að lesa neitt. Hann er sjálfur í þeim atburðum, sem gerast. Ýmist er hann afbrotamaðurinn sjálfur eða sá, sem hann á í höggi við. Hugurinn brennur annaðhvort af skilningslítilli hetjudýrk- un eða af hlindri heift. Sá, sem vaninn er við að lesa um þessi efni, mun varla telja þá sögu góða, sem ekki kemur hon- um í þannig sefjunarástand. Glæpasögur fyrir börn og unglinga áttu sér ekki miklu fylgi að fagna lengi vel. Þjóðin er fremur kunnáttulítil í morðum og stríðsmenn fáir. Höfundar, sem frumsemja þessar bækur hér, hafa allt til þessa verið deigir við stórglæp- ina. Við höfum átt hér nokkra allgóða barnabókahöfunda, þó að ekki verði nafngreindir hér, enda eru þeir margir hverjir að gefast upp fyrir þýðingar- leysi sínu, svo að þeir, sem eftir eru og reyna að skrifa fyrir skynigæddar ver- ur, verður nú að telja til algjörra und- antekninga. Svo djúpt niður er þessi tegund bóka að sökkva, að enginn rit- höfundur, sem nokkurs virðir þann tit- il sinn, lætur sér til hugar koma að skrifa bók fyrir hernsku og æsku þjóð- ar sinnar. Barna- og unglingabók er nefnilega ekki bók lengur. Framvegis munum við hvorki fá Kát- an pilt né Sigrúnu á Sunnuhvoli frá stórskáldum hinna Norðurlandaþjóð- anna. Þar í löndum virðist ekki lengur litið á börn sem skynigæddar verur með leitandi hugi. Hér á fslandi eigum við nógu stóran hóp til þýðinga á reyfurum þaðan í staðinn. Allt of margt af því fólki, sem gefur sig að þeirri iðju, er smekklaust á stíl og heyrnarlaust á hljóm í setningu. Nokkrir þeir, sem frumsemja, eru teknir að reyna að segja frá einhverju yfirspenntu, einhverju æsandi, einhverju, sem alls ekki verði slegið úl í reyfaramennsku. Dettur þeim þá helzt í hug hvers konar leyni- félagsskapur, undraflugvélar og flug- slys, jafnvel hrap í klettum og drukkn- anir niður um ís og annað það, sem þægilegt er að grípa til. Umfram allt að skrifa þannig, að hvergi reyni á sjálf- stæða hugsun lesenda. Auk þeirra, sem þannig skrifa og hinna, sem enn teljast til undantekninga, eru margir hér, sem skrifa barnabækur fullar af væmni um ekki neitt, og er sá hópurinn líklega fjölmennastur. En við því er auðvitað ekkert að segja. Það er eðlilegt og hefur sennilega enga hættu í för með sér. Þá þróun, sem hér er í stöðugum vexti, höfum við ekki kallað yfir okk- ur vitandi vits. Hún hefur ekki átt neina sérstaka formælendur hér fram til þessa og líklega hefur hún hvergi átt þá upphaflega. En hún er staðreynd eigi að síður og veldur því, hve almenn- ur sá skilningur er að verða, að harna- og unglingahækur eigi að efni til að vera utan við líf og tilveru. Ég hef stundum horft á fólk í bóka- verzlunum hér fyrir jólin, þegar það er að velja börnum sínum bækur til jóla- FORELDRABLAÐIÐ 25

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.