Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 13

Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 13
Langholtsskólinn. Skólastjóri: Gísli Jónasson. — Yfirkennari: Kristján Gunnarsson. Eins og undanfarandi ár hófst kennsla 7—9 ára barna fyrstu daga sept- embermánaðar. Nemendur í þessum aldursflokkum eru samtals 384. Nem- endur í 9 ára bekkjum nutu kennslu í sundi í septembermánuði, kennslan fór fram í Sundlaugum Reykjavíkur. 1 september tók til starfa nýr barnaskóli við Gnoðarvog, Vogaskólinn. Þá var skipting gerð á skól.ahverfi Langholtsskóla. Hófu þá nám í Vogaskóla 7—9 ára börn. Þrátt fyrir þessa skiptingu skólahverfisins þarf enn að þrísetja í nokkr- ar kennslustofur Langholtsskólans. Ennfremur hefur orðið að hafa áfram á leigu 3 kennslustofur í húsi U.M.F.R. við Holtaveg, og er tvísett í þær. Nemendur 10—12 ára hekkja hófu nám 1. október. f skólanum eru nú 946 nemendur og skiptast þannig eftir aldursflokkum: 7 ára börn 128, 8 ára börn 127, 9 ára böm 129, 10 ára börn 130, 11 ára böm 232, og 12 ára börn 200. Samtals 946 börn. Heilbrigðisþjónusta skólans er með sama hætti og undanfarin ár. Ljós- böð fá þau böm, er þess þurfa að dómi lækna. Æfinga vegna hryggskekkju og ilsigs njóta þau börn, er þess þurfa að dómi lækna. Þær fara fram í fþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar, við Lindargötu. Tannaðgerðir fá nemendur í skólanum eftir því, sem við verður komið. Þá fá bömin A-D vitamíntöflur í stað lýsis, eins og undanfarin ár. Skólinn vill vekja athygli foreldra á því, að nauðsynlegt er, að fatnaður bamanna, einkum yfirhafnir, skófatnaður, húfur, treflar og vettlingar, séu greinilega merktir. Ennfremur skólatöskur og námsbækur. Vogaskólinn. Skólastjóri: Helgi Þorláksson. — Yfirkennari: Ragnar Júlíusson. Barnadeild: 10 ára börn em 104 í fjórum bekkjardeildum, 9 ára börn 115 í fjórum bekkjardeildum, 8 ára börn 104 í fjórum bekkjardeildum, og 7 ára börn 126 í fimm bekkjardeildum. Alls em börnin 449 í 17 bekkjar- deildum. FORELDRABLAÐIÐ 11

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.