Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 21
%1m l^íLiódígáfíi siámólóha
Samkvœmt lögum er til þess œtlazt, aö börnum á skólaskyldualdri sé
séö fyrir ókeypis námsbókum. Ríkisútgáfa námsbóka hefur þessa starfsemi
meö höndum, og sneri ,,Foreldrablaöiö“ sér til framkvœmdastjóra hennar,
Jóns Emils Guöjónssonar, í þeim tilgangi aö forvitnast um, hvaö þar væri
helzt á döfinni.
— Hvenœr var Ríkisútgáfa námsbóka
stofnuð?
— tJtgáfan var stofnuð árið 1937,
samkvæmt lögum, er Alþingi hafði sett
árið áður.
— Hver eru helztu verkefni ríkisút-
gáfunnar?
Höfuðverkefni hennar er að sjálf-
sögðu útgáfa hinna eiginlegu kennslu-
bóka. Ríkisútgáfan sér börnum, sem eru
við skyldunám (7—13 ára), fyrir
ókeypis námsbókum. f lögum um ríkis-
útgáfuna frá 1956 er einnig gert ráð
fyrir, að unglingar við skyldunám (13
—15 ára) fái ókeypis námsbækur. Þetta
lagaákvæði hefur þó enn ekki verið
framkvæmt nema að nokkru leyti.
Tvo aðra starfsþætti útgáfunnar vil
ég einnig nefna: ÍJtgáfu hjálparbóka og
hjálpargagna fyrir skólana og útvegun
ýmiss konar kennsluhandbóka og skóla-
vara. Sem dæmi um hið fyrrnefnda má
nefna stafsetningarorðabók, sem sér-
staklega er ætluð til skólanotkunar,
byrjendabók í reikningi, vinnukort í
landafræði og myndir úr fslandssögu
og náttúrufræði, ætlaðar til að lima í
vinnubækur.
— ÞiS starfrœkiS skólavörubúS. HvaS
um starfsemi hennar?
— Starfstími skólavörubúðarinnar er
enn svo skammur, að ég get lítið um
hana sagt. Starfsemi hennar byggist á
lánsfé, og er sú undirstaða að sjálfsögðu
ekki traust. Það er líka að ýmsu leyti
erfitt að reka verzlun, sem eingöngu
miðar starfsemi sína við skóla og skóla-
nemendur. T. d. eru skipti við hana
eðlilega mjög árstíðabundin, a. m. k. 4
mánuði ársins er sala svo að segja engin.
— Hvernig gengur meS íslenzku
kortabókina?
— Ég geri mér vonir um, að hún
komi út fyrir lok næsta árs, en get þó
ekki fullyrt, að svo verði.
— ÞiS voruS aS senda í skólana nýja
kennslubók í stafsetningu. Viltu segja
okkur, i hvaSa aldursflokkum er œtlazt
til aS hún sé notuS?
— Ætlazt er til, að bókin verði afhent
10 (eða 11) ára börnum og síðan notuð
til bamaprófs. Ríkisútgáfunni er heim-
ilt að gefa út tvær námsbækur í sömu
grein, þannig að skólarnir geti valið
um bækur. tJtgáfa þessarar nýju bókar
stefnir í þá átt. Áður hefur verið gefin
út bókin „Stafsetning og stílagerð“. Að
gefnu tilefni skal þess getið, að nem-
endur geta einungis fengið aðra bókina
ókeypis.
FORELDRABLAÐIÐ 19