Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 6
manna, sem árum saman hafa stundað
þá iðju að breiða út Gróusögur um
fræðslulögin, skólana og kennarana.
— Hvað er það aðallega, sem veldur
misskilningi?
—Margir foreldrar vita t. d., ekki,
að nokkur hópur barna, sem sækir hinn
almenna harnaskóla, á þangað lítið er-
indi, enda ráð fyrir því gert í gildandi
fræðslulögum, að þeim skuli séð fyrir
vist í skóla eða stofnun, sem veitir þeim
uppeldi og fræðslu við þeirra hæfi.
— Hvaða börn eru þetta?
— Það eru fyrst og fremst börnin,
sem skortir hæfileika til þess að stunda
venjulegt barnaskólanám, og börnin,
sem spilla góðri reglu í skólanum og
eru miður hepþilegt fordæmi öðrum
börnum. Þessum börnum þarf að sjá
fyrir vist í sérstökum stofnunum, sem
hafa á að skipa sérhæfðu starfsliði, þar
sem þeim eru búin náms- og uppeldis-
skilyrði við þeirra hæfi. Enda er sú
ráðstöfun bezta tryggingin fyrir því,
að þau verði síðar að nýtum borgurum.
Af skiljanlegum ástæðum ná fæst þess-
ara barna viðunandi árangri í námi
við þau skilyrði sem fyrir hendi eru í
hinum almerina barnaskóla, og þá vill
brenna við, að kennurum sé kennt um
mistökin. En auðvitað er það ríkisvald-
ið, sem ber ábyrgðina, en ekki kennarar
þessara barna. Ríkisvaldið hefur í ára-
tugi komið sér undan því að búa þess-
um börnum þau náms- og uppeldis-
skilyrði, sem fræðslulögin mæla fyrir
um.
— Viltu nefna fleira, sem misskiln-
ingi veldur?
— Já, það virðist t. d. nokkuð út-
breidd skoðun, að gildandi fræðslulög
séu skólastarfinu fjötur um fót. Þetta
er mikill misskilningur, eins og allir
geta sannfærzt um, ef þeir kynna sér
4 FORELDRABLAÐIÐ
fræðslulögin. Það má t. d. gerbreyta
kennsluháttum, draga úr námskröfum
í einni grein eða auka við í annarri, án
þess að það brjóti í bága við einn staf-
krók í fræðslulögunum. Aftur á móti
er það mjög til baga, að veigamikil at-
riði fræðslulaganna hafa ekki enn kom-
ið til framkvæmda nema að litlu leyti,
eins og ég hef þegar nefnt dæmi um.
— Já. Telur þú, að fenginni þessari
reynslu, að rétt sé að halda þessari
fræðslustarfsemi áfram?
— Já, tvímælalaust. Það fólk, sem
sótti fundina, var ánægt með þá, og
margir foreldrar sóttu alla fundina. Ég
tel sjálfsagt að svara áhuga þessa fólks
með áframhaldandi fræðslu og kynn-
ingu á þessum málum. En það þarf að
ná til fleiri.
— Með hvaða hætti telurðu það
mögulegt?
— Það tekst ekki með öðru móti en
skipulegri fræðslu og kynningu á skóla-
málum í blöðum og útvarpi.
— Hver telur þú að ætti að hafa
þessa kynningu með höndum?
— Mér finnst, að yfirstjórn fræðslu-
málanna eigi að ráða okkar færustu
skólamenn til að sjá um skipulega
fræðslu um þessi mál í útvarpi og blöð-
um. Slík fræðsla um t. d. búnaðarmál
þykir nauðsynleg og þörf. Er minni
ástæða til að veita foreldrum leiðbein-
ingar um uppeldi barna og unglinga
heldur en bændum um hirðingu naut-
gripa?
— Þú sagðir áðan, að foreldrar létu
uppeldismál lítið til sín taka á opin-
berum vettvangi. En eru ekki starfandi
foreldrafélög við barnaskólana?
— Jú, að vísu eru starfandi foreldra-
félög við tvo af skólunum, og ég vil
taka það fram, að ég tel þeirra viðleitni
mjög virðingarverða.