Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 25
uða. Hann skýrir þama frá niðurstöð-
um sínum eftir að hafa kynnt sér með
nútíma sálvísindum óskir og kröfur tvö-
hundruð barna og unglinga varðandi
lesefni þeirra. Niðurstöður sínar gerir
hann samkvæmt svörum, er hann hef-
ur fengið við spurningum, sem hann
sendi til ákveðins fjölda. Af grein þess-
ari verður það ráðið, að svörin, sem
Peter Grove hefur fengið við spurning-
um sínum, eru að mestu samhljóða því,
sem sagt er hér að framan um óskir
drengja og telpna viðvíkjandi kjörbók-
um þeirra. Hins ber að geta, að Peter
Grove og þeir, sem veittu honum svör-
in, taka miklu meira upp í sig en hér
er títt um morð og bardaga og heimta
þau efni miklu ákveðnar inn í drengja-
bækur en hér þekkist enn sem komið er.
Peter Grove leggur út af texta sínum
og er niðurstaða hans einna helzt sú,
að börn og unglingar vilji ekki annað
lesa en glæpareyfara, og úr því að þau
óski þess, skuli þau heldur ekki annað
lesa. Þó álítur hann betra, að sögur séu
þannig sagðar, að spennan falli ekki
fyrr en í sögulok. Skilst mér, að hvern-
ig það tekst, sé hið eina mat, sem þessi
maður leggur á barnabækur.
Peter Grove kveður þrettán ára dreng
taka svo til orða í svari: „ . . . ég vil
hafa eitthvað um tvo menn, sem berj-
ast og eru svo miklir jafningjar, að það
er með naumindum að annar sigrar
hinn. Mér þykir gaman, að þarna séu
morð, rán og bardagar.“
Peter Grove segir aðra biðja um stríð
og uppreisnir, „skylmingar og einvígi
með sverðum“, óhugnanleika og spenn-
ing, baráttu lögregíunnar við glæpa-
menn, „yfirgefna borg, sem glæpamenn
leynast í“, „loftorustur, sakamálafrá-
sagnir, stríð, byssuskot og dálítið gam-
an, skemmdarverkamenn, sem. eyði-
leggja fyrir Þjóðverjum, spitfireflugvél-
ar í orustu“.
Einn drengjanna svarar m. a. á þessa
leið:
„Mér þykir mest gaman að bókum
um glæpamenn, sem víða koma við og
myrða og stela á heimilum annarra og
drepa friðsama borgara“. Um þetta
svar þykir Peter Grove vissara að gera
athugasemd svofellda:
„Við skulum ekki láta okkur bregða,
en hugsa heldur til þess, hversu allir
fullorðnir menn, aðrir en við tveir,
greinarhöfundur og lesandi gleypa í sig
hverja blaðagrein, sem segir frá óupp-
lýstu eða upplýstu morði. Allir munu
þeir þó fullyrða, að lítið gaman sé að
lesa um slíkt. Drengurinn er hreinskil-
inn. Það er allur munurinn.“
Undir lok greinar sinnar kemst Peter
Grove svo að orði:
„Þegar við á þennan hátt höfum
gengið úr skugga um, hvers börn óska
sér af góðri bók, þá vaknar óhjákvæmi-
lega sú spurning, hvernig taka beri ósk-
um þeirra. Mín skoðun er sú, að hver
bók, sem sniðgengur óskir þeirra, komi
ekki til greina. Hún er hvorki góð né
vond barnabók, hún er engin barnabók,
því að börn munu alls ekki lesa hana.“
Þetta segir Peter Grove og víst er það
ljóst, hvað fyrir manninum vakir, víst
er þetta sjónarmið út af fyrir sig. Ekki
tæki því samt að gera þetta sjónarmið
að umtalsefni, ef ekki stæði þannig á,
að þetta sama sjónarmið virðist orðið
svo að segja allsráðandi í bamabókagerð
hjá frændþjóðum okkar á Norðurlönd-
um. Bömin sjálf skulu ráða því, hvem-
ig bækur þeirra eru. Er sennilega í því
að finna skýringu á því dapurlega fyrir-
brigði, að barnabækur þessara þjóða eru
að yfirgnæfandi meiri hluta orðnar hið
fáránlegasta bull.
FORELDRABLAÐIÐ 23