Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 9

Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 9
FROÐLEIKSMOLAR Lög uiii iræðslu barna. (Nr. 34 29. apríl 1946.) I. kafli. Hlutverk barnaskóla. 1. gr. Barnaskólar skulu leitast við aS haga störfum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarf- ir nemenda sinna, hjálpa þeim að öðlast heil- brigð lífsviðhorf og hollar lifsvenjur, vera á verði um líkamshreysti þeirra og veita þeim tilsögn í lögskipuðum námsgreinum, hverjum eftir sinám þroska. - II. kafli. Skólaskylda. 2. gr. Skylt er að halda barnaskóla í öllum skólahverfum landsins fyrir börn á aldrinum 7—13 ára, sbr. þó 3. gr., og er öllum bömum á þessum aldri skylt að sækja skóla, nema und- anþága hafi verið veitt samkv. 3. og 5. gr. — Þegar tilgreindur er aldur barna í lögum þess- um, miðast hann ávallt við það almanaksár, er þau ná nefndum aldri. 3. gr. Nú sækir skólanefnd í skólahverfi í sveit um, að skólaskylda hefjist ekki í skóla- hverfi hennar fyrr en við 8, 9 eða 10 ára ald- ur, og getur fræðsluráð þá veitt undanþágu að fengnum meðmælum námsstjóra. —• Þar, sem þessi ráðstöfun hefur verið gerð, skulu heimilin annast og kosta fræðsluna frá sjö ára aldri baraanna, unz skólaskylda hefst í hverfinu, en hlíta um hana eftirliti kennara skólahverfisins. — Nú er vanrækt fræðsla yngri barna í skóla- hverfi, þar sem undanþága hefur verið veitt, og eigi um bætt þrátt fyrir áminningu fræðslu- málastjórnar, og nemur hún þá undanþáguna úr gildi. 4. gr. Heimilisfaðir skólaskylds barns ber ábyrgð á, að það hljóti lögmælta fræðslu og sæki lögskipuð próf. 5. gr. Undanþegin frá að sækja almenna barnaskóla eru: a. börn, sem sækja viðurkennda einkaskóla; b. böm, sem hafa fengið leyfi skóla- nefndar og skólastjóra til að stunda nám utan skólans, en skylt er þeim að koma til viðtals eða prófs í skólann, þegar skólastjóri óskar þess; c. börn, sem að dómi hlutatðeigandi kennara, skólastjóra og skólalæknis skortir hæfileika til þess að stunda nám í almennum barnaskóla; d. börn, sem að dómi sömu aðila spilla góðri reglu í skólanum og eru miður heppilegt for- dæmi öðrum börnum; e. börn, sem að dómi skólalæknis hafa eigi heilsu eða önnur líkam- leg skilyrði til að stunda venjulegt barnaskóla- nám. 6. gr. Þeim börnum, sem um getur í c-, d- og e-liðum 5. gr., skal séð fyrir vist í skóla eða stofnun, sem veitir þeim uppeldi og fræðslu við þeirra hæfi. -— Heimilt er fræðslumála- stjórn að ákveða þessum börnum námstíma einu eða tveimur árum lengri en öðrum börnum. 7. gr. Nú kemur barn að ástæðulausu ekki til innritunar, þegar því er skylt, og skal þá skólanefnd áminna forráðamann þess, svo fljótt sem auðið er. Láti hann eigi skipast við þá ámimlingu, varðar það dagsektum, er nemi 5 —10 kr. á dag eftir úrskurði valdsmanns (í Reykjavík sakadómara), talið frá þeim degi, er áminningin var gerð. — Nú vanrækir barn, sem innritað er í skóla, skólasókn til muna, þrátt fyrir umvöndun skólastjóra bæði við það og forráðamann þess, og skal þá skólanefnd áminna forráðamann barnsins. Leggist van- rækslan eigi af að heldur, varðar hún dagsekt- um, er nemi 5—10 kr. eftir úrskurði valds- manns fyrir hvern vanræksludag, talið frá áminningu skólanefndar. —• Ef heimilið á sann- anlega sök á vanrækslunni, má barnavernd- arnefnd taka barnið af heimilinu og ráðstafa því utan þess, en sannist það, að heimilið fái eigi ráðið við vanræksluna, er henni skylt að vista bamið í stofnun eða á öðru heimili, er nefndin ber traust til. FORELDRABLAÐIÐ 7

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.