Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 31
indum aðeins visst tímabil, en hún get-
ur verkað nokkuð lengi á þá, sem fyrir
henni urðu. Það er ógerningur að elt-
ast í þaula við það, sem æsir mest, því
að jafnvel það verður hversdagslegt til
lengdar. Höfundar geta að vísu enn um
skeið aukið við þjófnaði og morðum og
bætt í það frásögnum um nauðganir og
homosexúalisma og menn eins og Peter
Grove geta réttlætt það með því, að um
þau efni vilji fullorðið fólk gjarnan lesa
í dagblöðujn, íslenzkir barnakennarar
og aðrir geta aukið við þýðingar sínar
á þeim bókum og útgefendur geta enn
aukið litum í seríur sínar, en allt hlýt-
ur þetta að eiga sín takmörk og síðan
afturhvarf. Þá er að því komið, að við
fáum eintóman heilagleika og siðapré-
dikanir næstu árin.
Sumum kann að virðast, að eftirlit
með útkomu barna- og unglingabóka sé
mikil nauðsyn og benda þá á þá stað-
reynd, að þannig eftirlit er haft að op-
inberri tilhlutan með kvikmyndum.
Víst er þetta sambærilegt og sé eftirlits
þörf með kvikmyndum, þá er þess einn-
ig þörf við útkomu barna- og unglinga-
bóka, enda er þetta mjög skylt og styð-
ur hvað annað. Sá er þó ljóður á, að
þannig eftirlit hefur ótlejandi ann-
marka og suma mjög hættulega. Þess
er heldur ekki að dyljast, að lítil hætta
er á ferðum, þó að út komi við og við
bók af því tagi, sem lítið gildi hefur
og eins þó að þar fljóti í og með reyf-
arar. Þá fyrst er í óefni komið, þegar
þannig bækur eru að verða allsráðandi
og fólk tekur að halda, að þannig skuli
einmitt barnabækur vera. En þannig er
nú að verða.
Hið eina eftirlit, sem að gagni getur
komið, er breytt almenningsálit í þess-
tun málum. Það verður með einhverju
móti að fá fólk til að hugsa um þetta,
en hætta að horfa þangað sljóum ein-
feldningsaugum. Fólk verður að sjá og
skilja, hvílíkt siðleysi það er, þegar það
ætlar börnum sínum ekki annað til
skemmtilesturs en yfirspennt atburða-
þvaður og æsikjaftæði. Þetta liggur svo
í augum uppi, að fengist fólk til að
veita þessum málum svolítið brot af
mannlegri hugsun sinni, mundi það
strax sjá, að hér er í óefni stefnt.
Það eru ósannindi af slæmri tegund,
þegar fullyrt er, að börn og unglingar
fáist ekki til að lesa aðrar bækur en
þær, sem fylltar eru af frásagnarglæfr-
um og spenningi. Börn og unglingar eru
elskulegustu lesendur, sem hugsazt get-
ur og kunna manna bezt að njóta list-
rænnar sköpunar, stíls, framsetningar,
tilsvara og mannlýsinga. Skilyrði þess
að svo megi vera er aðeins nokkur leið-
beining hinna eldri og svo það, að bók-
in snerti þau og falli við þann hug-
myndaheim, sem þau ráða yfir, en sá
heimur er miklu rýmri en flestir full-
orðnir virðast ímynda sér. Það er satt,
að um bækur, sem fullar eru af væmni
um ekki neitt, kæra þessir lesendur sig
ekki og siðaprédikanir eru þeim heldur
ekki að skapi og sízt þegar þær eru sett-
ar fram með himinhrópandi klaufa-
skap. Það er sem sé meiri vandi að
skrifa góðar bækur en ýmsir virðast
halda.
Ég hef á undanförnum árrnn haft í
stofu þeirri, sem ég kenni í í Austur-
bæjarskólanum bekkjarbókasafn lítið
og ófullkomið. ÍJr þessu safni hef ég
leyft börnum að lesa eftir eigin vali og
í hljóði einn tíma í viku og annars,
þegar tóm gefst til. Mörg börn ganga
að þessu starfi með mikilli ánægju, velja
sér bækur og lesa þær spjalda milli án
nokkurrar hvatningar frá minni hálfu.
FORELDRABLAÐIÐ 29