Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 17
ágirnd og fégræðgi, sem er sjúklegt
ástand.
Þeir peningar, sem barn fær og má
ráðstafa sjálft, má skoða sem eins konar
skólagjald, kostnað við að læra að hafa
peninga með höndum og nota þá. Og
þessa peninga á það að fá án allra skil-
yrSa. Það á aldrei að fá mikið í einu.
„Vasapeningar“ mun hið venjulega
nafn á slíkum „tekjum“ barna. Og
spurningin er þá sú, hve snemma þau
eigi að fá þá og hve mikið. Um það er
ekki hægt að hafa neina algilda reglu.
Það verða foreldrarnir að ákveða sjálf-
ir í samræmi við aldur barns og þroska.
Og eiris hvort það fær þá til vikunnar
eða skemmri tíma, en samt sama dag
jafnan, og hafa á þessu fasta reglu, sem
ekki sé vikið frá, nema þá undir sér-
stökum kringumstæðum. Og upphæðin,
sem almenn regla, ætti að vera svipuð
þeirri, sem félagar þess fá — og ekki
hærri.
Sum börn fá vasapeninga sem verð-
laun fyrir góða frammistöðu við nám.
Slíkt er ekki úr vegi, ef hófs er gætt og
rétt að farið, en getur hæglega leitt út
á varasamar brautir. Margir foreldrar
fá börnum sínum vasapeninga með því
að greiða þeim ákveðið kaup fyrir ein-
hverja ákveðna vinnu í þágu heimilis-
ins. Þetta er góð regla, sem ekki má þó
leiða til þess, að börn fái peninga fyrir
svo að segja hvert viðvik, sem þau láta
í té. Um sé aðeins að ræða ákveðið kaup
fyrir ákveðið starf, sem samið er um
fyrirfram um lengri eða skemmri tíma.
Hins vegar er þessi vandi leystur, ef
barn fær ákveðna vinnu utan heimilis-
ins og vinnur sér þannig inn vasapen-
inga, enda er það leiðin út til hins al-
menna vinnumarkaðs.
Menn geta spurt um það, hvort rétt
sé, að börn fáist við að spara saman
peninga á verðbólgutímum, sem jafnan
snuða þá, sem spara, svo alrangt sem
slíkt er. Þessu má svara með því, að
hvort sem það er rétt eða rangt á „pen-
ingalega vísu“, þá er það rétt vegna
barnanna sjálfra. Það eflir með þeim
eigindir, sem eru ómetanlegar þroska-
ferli þeirra, og því hefur starfið mikið
uppeldisgildi. En „að „spara“ er ekkert
mark í sjálfu sér, heldur leið að marki.
Þess vegna á að beina starfinu meir og
meir inn á þá braut að spara í ákveðnu
augnamiði.
Höfundur drepur á óráðvendni sumra
barna í peningasökum, kænileysi og
hnupl. Það þurfi að reyna til að koma
í veg fyrir í tíma. En til þess muni
nöldur og refsingar lítið duga. Þar
muni einhverjar orsakir að verki, sem
finna þarf og nema brott, en hnuplið
afleiðingar þeirra. Flest börn eru heið-
arleg og vilja vera það. Og til þess þarf
að hjálpa þeim allra hluta vegna. Liggi
orsökin dýpra en til næst, er rétt að
ræða málið við sálfræðing.
Framanritað er lauslegar tilvitnanir
í sumt af efni bæklingsins. En honum
lýkur hinn mikilsvirti höfundur á
þessa leið:
„ . . . Allt okkar líf og starf er að
meira eða minna leyti hagræns eðlis,
sem við verðum að læra að ná réttum
tökum á, ef við eigum ekki að bíða
sálrænt tjón.
Þess vegna verðum við að kenna
börnunum, á skipulegan hátt, að með-
höndla peninga, sem geta verið góðir
þjónar, en mega ekki verða til þess að
spilla lífi manna, ræna þá þreki og
hamingju. Það eru vissulega nógu mörg
raunhæf viðfangsefni til að glíma við.
En farsæl lausn slíkra verkefna, sem
reyna á atorku og framtakssemi, er
ekki sízt það, sem gefur lífinu gildi. ..“
FORELDRABLAÐIÐ 15