Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 33
Sigvaldi Kristjánsson:
^IJm^erÍarótjórn í uncjliníja liöndum
Það var í nóvembermánuði 1956,
degi var tékið að halla. Ég var á leið
frá barnaskóla, sem er í úthverfi Osló-
borgar. Við næstu gatnamót sá ég hvar
stóðu tveir drengir, klæddir hvitum
ermum og axlarborðum, og sl jórnuðu
þeir umferðinni á götunni. Var ekki
annað að sjá en tekið væri fullt tillit
til drengjanna af þeim, sem um götuna
fóru. Þessir tveir drengir voru úr gæzlu-
sveit skólans, sem gegndi því hlutverki
að annast umferðarstjóm á götunum í
grennd við skólann á þeim tíma, sem
flest börn voru á ferð, að og frá skól-
anum.
Slik starfsemi og hér var um að ræða,
hófst í borginni Detroit í Bandaríkjun-
um árið 1920 og hefur hún víða verið
tekin upp, í breyttri mynd eftir stað-
háttum. Á Norðurlöndum urðu Danir
fyrstir, þeir stofnuðu fyrstu gæzlu-
sveitina sína 1947, Svíar 1950 og Finn-
ar og Norðmenn 1952. Fyrir tveimur
árum var stofnuð gæzlusveit við Lang-
holtsskólann í Reykjavík, sú fyrsta hér
á landi, og hefur skólastjórinn tjáð mér,
að hún hafi gefið góða raun.
Umferðarkennsla er fastur liður á
stundaskrám skólanna. Kennslan fer
þannig fram, að á sérstaka töflu, sem
er frekar lítil og færanleg, raðar kenn-
arinn segulmögnuðum hlutum, svo sem
bílum, húsum, umferðarmerkjum o. fl.,
einnig teiknar hann götu og myndar
þá afstöðu, sem hann vill sýna. Þannig
hefst kennslustundin, sem fjallar um
þessi mál.
Margir skólar hafa tvenns konar
gæzlusveitir. Er önnur sveitin þjálfuð
innan skólans og hefur sitt verksvið
þar. Fíi'm annast í stundarhléum eftir-
lit á göngum, úti á leikvelli, gæzlu
hliða o. fl. Hún á einnig að veita aðstoð
við skrúðgöngur, kirkjugöngur og sam-
komur, sem haldnar eru innan viðkom-
andi skóla.
Hið daglega starf hefst um leið og
stundaklukkan hringir út, og gengur
þá hver til þess staðar, sem honum er
ákvarðaður. Hver einstaklingur ber
axlarborða auk annarra merkja. Með-
limir sveitarinnar eru valdir úr sjöttu
(12 ára) bekkjum skólanna. Skilyrði
fyrir vali er góð hegðun innan skóla
og utan. Hin nývalda sveit fær svo æf-
ingu í nokkurn tíma. En henni ber að
taka til starfa í byrjun júní. 1 hverri
sveit eru 12 börn. Við hina stærri skóla
eru sveitirnar fjórar og gegna störfum
til skiptis í eina viku hver sveit. Gæzlu-
sveitín, sem tekur þátt í því að stjórna
umferð á vegum úti, er þjálfuð af og
undir umsjón götulögreglu viðkomandi
borgar. Hlutverk hennar er að auka
öryggi nemenda á götunni, er þeir eru
á leið til skólans og frá honum. Auk
þess stuðlar hún að aukinni umferðar-
menningu hjá skólabörnum.
FORELDRABLAÐIÐ 31