Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 16

Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 16
om pen inxjCir „Ég held, flð þessi pistill eigi erindi til foreldra hér,“ segir sá merki skólafrörnuöur, Snorri Sigfússon, í bréfi til „Foreldrablaðsins“, en Snorri er, eins og kunnugt er, brautry'Sjandi „Sparifjársöfnunar skólabarna“. Og þar er „Foreldrablaðið“ honum alveg sammála. Með þessu nafni hefur Sparifjársöfn- unin danska gefið út lítinn bækling, aðeins 20 síður í litlu broti, og ætlar hann einkum heimilum og skólum. Er þetta eitt af erindum þeim, sem flutt eru á mótum sparisjóðanna og skóla- manna á sumrin. Er það samið og flutt af mag. art. viceskoledirektör Kr. Th. Jensen og hefur margt gott að geyma. 1 stuttum formála á kápu getur út- gefandi þess, að virðing fyrir verðmæt- um (respekt for værdier) sé og eigi að vera eins konar mottó yfir þessu sam- starfi sparisjóðanna og skólanna, því nær allir danskir harnaskólar taki þátt í sparifjársöfnunarstarfinu í einu eða öðru formi. Safnazt hafi s. 1. ár 6.7 millj. króna af um 300.000 skólabörn- um. Hinn þátturinn, sem ekki verði tölum talinn, er hið veigamikla fræðslu- og leiðbeiningarstarf til hagræns og menningarlegs uppeldis, sem reynt sé að veita þeim, sem upp vaxa. Það nauð- synlega uppeldisstarf, sem raunar er höfuðatriði þessa máls, verðskuldi alla þá aðstoð, sem sparisjóðirnir geti í té látið. Enda sé það gert m. a. með margs konar fræðsluritum, og eitt þeirra sé ritlingur sá, sem hér birtist eftir mik- ilsvirtan skólamann. Fyrst ræðir höfundur um peninga al- mennt og viðhorf manna til þeirra. Þeir séu máttur, sem ráði mjög örlögum manna. En menn verði að vera herrar þeirra, en ekki þrælar. Það skipti miklu máli, að menn hvorki vanmeti þá eða ofmeti. Því sé m. a. rétt, að börn venj- ist snemma á .að fara með peninga, kynnast gildi þeirra og finna það af eigin raun, ef ógætilega er farið með þá. Það skaðar minna meðan þau fara með smáupphæðir, að þau finni það, að peningar eru valtir vinir, sem ekki er vert að festa neina ást á, heldur aðeins nota sér til gagns. Þeir séu hvorki til að dást að né óttast, aðeins möguleikar til að uppfylla margs konar þa'rfir og óskir. Og þá þarf áætlanir, skipulag og reikningshald, og um það á skólinn að ræða og fræða. En foreldrarnir að sýna, að þeir fari þannig að ráði sínu í þeim efnum, að eftirbreytnisvert sé. Því að fordæmið er ávallt mikilsvert. Og um fjármál og hag heimilisins eiga börn að fá einhverja vitneskju. Það á að sýna þeim það traust og stuðla að skilningi þeirra og tilfinningu um meðábyrgð á högum og velferð heimilisins. Því að virðing fyrir verðmætum og samábyrgð um velferð allra er líftaug lýðfrelsisins. Og þetta á og þarf að vera einn megin- þátturinn í heilbrigðu uppeldi. Og í þessu sambandi er vert að taka það fram, að það að hafa reiðu á fjármun- um sínum, á ekkert skylt við nirfils- hátt og nízku fremur en ráðdeild við 14 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.