Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 14

Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 14
Fastir kennarar eru 6. Stundakennarar eru 6. GagnfræSadeild: 1 2. bekk eru 146 nemendur í fimm bekkjardeildum, i l.bekk 173 nemendur í sex bekkjardeildum. Alls 319 nemendur í 11 bekkj- ardeildum. Fastir kennarar eru 8. Stundakennarar eru 8. Alls eru 768 nemendur í skólanum í 28 bekkjardeildum. Kennarar eru alls 28 auk skólastjóra og yfirkennara. 1 fyrsta áfanga byggingarinnar, sem nú er lokið, eru átta almennar kennslustofur, sem í framtíðinni eru ætlaðar 7—9 ára börnum. 1 öðrum áfanga verða átta almennar kennslustofur, auk þess fimm stofur ætlaðar fyrir handavinnu, kvikmyndasýningar o. fl. Þessar fimm stofur verða nú innan skamms teknar til notkunar fyrir gagnfræðadeildirnar og hinar átta næsta haust. Vesturbæjarskólinn. Skólastjári: Hans Jörgensson. Haustið 1958 var stofnaður nýr barnaskóli í Vesturbænum, sem hlotið hefur nafnið „Vesturbæjarskólinn“, og hann starfar í Stýrimannaskólanum gamla. Þetta hús var byggt sem skóli, og þar hefur alltaf skóli verið, fyrst sjómannaskóli, þá gagnfræðaskóli og nú barnaskóli fyrir 7, 8 og 9 ára börn. Eðlilega þykir húsið ekki hentugt sem nútíma skólahúsnæði, þó að það hafi þótt glæsilegt á sínum fyrstu tímum. Aðalgalli við húsið er, að gangar eru litlir og þröngir, — en stofur eru góðar, reyndar misstórar, en hljóm- góðar og gott að kenna í þeim. Kennslustofurnar eru 6, en sú minnsta er aðeins notuð sem handavinnu- stofa og til hjálparkennslu með fámenna lesflokka. 1 skólanum eru nú 250 böm i 10 deildum og er því rúmt þar, miðað við 12 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.