Foreldrablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 20
hver maður hefur við sjálfan sig og
samfélagið. Nú er þessi drengur að
verða fulltíða maður, maður sem allir
geta treyst, og er foreldrum sínum til
sannrar gleði.
Sá uppeldismáti, sem þessi móðir
hafði við sinn dreng, tel ég að gæti
verið mörgum foreldrum til fyrir-
myndar, og þess vegna segi ég þessa
sögu hér. Mér finnst líka auðskilið, eðli-
legt og mannlegt, að foreldrar, sem
geta veitt börnum sínum flesta hluti,
þarfa og óþarfa, hafi af því vissa teg-
und af gleði, og þá sérstaklega, ef það
fólk hefur sjálft farið flestra gæða á
mis í sínum uppvexti. En það er ein-
mitt þessu fólki, sem alltof oft gleym-
ist sú skylda að kenna bömum sínum
að bera fulla virðingu fyrir nytsamleg-
um hlutum. Og sá misskilningur er allt-
of almennur, að foreldrar halda að
hægt sé að kaupa sig frá uppeldisskyld-
unum með því einu að reyna að láta
auðfengna peninga leysa úr hverjum
vanda. Það eru ekki mörg börn, sem
þola slíkt uppeldi, og hætt er við, að
brugðið geti tii beggja vona um, að þau
verði að nýtum og heiðarlegum mönn-
um. Og þó að vel takist til, er það sízt
foreldrunum að þakka.
Fyrir aðeins örfáum áratugum voru
lifnaðarhættir Islendinga allir öðmvísi
og einfaldari en þeir gerast nú til dags.
Annríki manna var að mestu bundið
árstíðum og veðráttu, tíminn var tæp-
lega mældur í smærri einingum en
dægrum. Vasaúr báru fáir og þá miklu
fremur til að skreyta sig með og aug-
lýsa gott veraldargengi, heldur en þeim
væri nokkur nauðsyn á slíkum grip.
Þá bjó þjóðin að mestu í dreifbýli og
var vinnustaður flestra á heimilunum
eða í verunum. Félagslíf var harla lítið
og mannamót fátíð. Skyldur flestra vom
bundnar ættingjum og vinum, og þá
var í raun og vem ekkert til, sem hét
„að mæta á stundinni“.
A þessu hefur orðið stórkostleg breyt-
ing seinni árin. Nú er svo komið, að
nákvæm sigurverk, armbandsúrin,
skarta á hvers manns úlnlið.
Nútíma þjóðfélag er bundið svo
nákvæmri tímaskiptingu, að hver sá,
sem ekki virðir þá nákvæmni, „missir
af strætisvagninum" eða það sem verra
er, hann getur orðið hættulegur um-
hverfi sínu.
Þegar þéttbýlið eykst og viðskipti
manna verða fjölþættari, vex stöðugt
sú hætta, að menn bindi sig fleiri og
erfiðari skuldbindingum en þeir eru fær-
ir um að standa við. Þá skortir mann-
dóm til að segja nei þegar við á. Því
verður að leggja meiri áherzlu en hú
er gert á það, að innræta þann skiln-
ing hjá börnum og unglingum, að til
þess að geta talizt heiðarlegur maður,
verði að standa við gefin heit. Og þótt
afleiðingar sviksemi og óstundvísi virð-
ist oft að litlu eða engu leyti bitna á
þeim sem veldur, þá rýri það mann-
gildið, svo að fiestum sé ofraun að rísa
undir því.
En eitthvað verður að gera til úrbóta.
Efeimilisagi og skólaagi þarf mikið að
breytast, ef ekki á illa að fara. Stund-
vísi, hlýðni og skyldurækni eru þær
dyggðir, sem verður að meta meir en
verið hefur síðustu árin. Það verður að
uppræta það tillitsleysi við náungann
og þá taumlausu sjálfselsku, sem nú
breiðist út eins og pest, sem heltekur
æ fleiri og fleiri og oft ólíkustu sálir.
18 FORELDRABLAÐIÐ