Landneminn - 01.12.1951, Page 7

Landneminn - 01.12.1951, Page 7
LANDNEMINAI MÁLGAGN ÆSKULÝÐSFYLKINGARINNAR - SAMBANDS UNGRA SÓSÍALISTA RITSTJ.: JÓNAS ÁRNASON . FORM. ÚTGÁFUSTJÓRNAR: INGI R. HELGASON 7.—10. tölublað 1951 5. árgangur Spyrjið einhvern venjulegan mann hverju hann unni mest. Hann mun svara að lífið sé dýrmætust eign hans, eða líf þeirra sem hann ann, akurinn sem hann plægir, verkfærin sem hann notar, eða einhver hlutur annar sem honum er kær, til að mynda bók sem mjög hefur orkað á huga hans. Gerum einnig ráð fyrir að hann sé spurður hvernig hann myndi bregðast við ef ástvinir hans eða dýrmæt- ar eignir væru í hættu. Hann mun svara að hann skyldi gera allt sem í hans valdi stæði til þess að vernda þá og varðveita. Þetta er auðsæilega heilbrigð skynsemi. Þannig eru tilfinningar hvers einasta manns, allra heiðarlegra manna. Þegar barnið er veikt leggur móðirin fúslega svefn og hvíld í sölurnar til þess að koma því til heils- unnar aftur. En mæður okkar daga gráta börn sín, kornfrjóum ökrum er breytt í ófrjóar auðnir, listaverk og minnis- merki sem þolgæði og snilli mannsandans tók aldir að skapa, eru moluð í smátt. Sprengjur hvína yfir höfði barnsins í vöggunni. ösk- ur fallbyssnanna boða konum ógn og dauða, æsku- fólki með óeytt líf og vonir í barmi, gamalmennum sem væntu þess að fá að njóta hvíldar og ávaxta verka sinna. Stríði er hleypt af stokkunum einu sinni enn. Það geisar þegar í einum útjaðri heims. Orustur eru háðar, þorp jöfnuð við jörðu, fólk verður að flýja heimili sín unnvörpum; og hljótum við þá ekki að minnast þess að Ávarp frá heimsfriðarráðinu tvisvar á einni mannsæfi hefur stríðið með öllum sínum hörmungum valdið eyðingu og ógnum um allan heim? Tvisvar hefur þetta voðaorð níst hjörtu allra mæðra, allra elskenda. Það vekur þúsundir hræðilegra minn- inga: um bréf sem beðið var með miklum kviða en aldréi komu, um börn sem ærðust af sulti, urðu hung- ursnevðinni að bráð. Heilar bækur geta ekki skýrt frá skelfingum þeim sem af stríðinu leiða: sárum og lim- lestingum, eyðingu og ofboðslegri sóun; ungir menn eru limlestir, arðbærum vinnustundum kastað á glæ, afurðir brenndar til ösku ... Tvisvar hefur stríðið sært og hrjáð mestan hluta veraldar; enn geisar bað á einu svæði. Hvernig er hægt að loka augunum fyrir þeirri hættu að það kunni að breiðast út í þriðja sinn, og mannkyn- ið allt verði því að bráð? Allir heiðvirðir menn hata stríð. Þeir vita að af því stafa hörmungar og eymd um áraraðir. Um eitt eru all- ir heiðarlegir menn sammála: stríð er viðurstyggð, það verður að hlífa mannkyninu við ógnum þess og hryðju- verkum. Trésmiður og múrari, rithöfundur og náma- maður, vinnumaður og verkfræðingur — allir ala þeir í brjósti þá eðlislægu þrá að varðveita heimilin sem þeir stofnuðu, húsin sem þeir reistu, kornið sem þeir sáðu og sáu 'spretta úr jörð, bækurnar sem þeir höfðu mætur á ... Sú löngun er sameiginleg miljónum óbreyttra manna og kvenna að vernda líf sitt og æfistarf — og hver fær þá skýrt og skilið þá ómótmælanlegu staðreynd að LANDNEMINN 101

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.