Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 8
stríðiS skuli vofa yfir þessari stundu, og stofna öllu
mannkyni í bráða hættu?
Ástæðan er sú að fram að þessu hefur öll alþýða
heims ekki átt þess kost að birta vilja sinn og þrá á
virkan, einfaldan hátt.
Starfsemi sérhagsmunamanna hefur valdið ringul-
reið, misskilningi og deilum, og beinist nú ef til vill
fremur en nokkru sinni fyrr að því að koma í veg fyrir
umræður og samkomulag.
En mikil hugsjón er í heiminn borin: að þrátt fyrir
ólíkar skoðanir á orsökum stríðshættunnar megi menn
ekki gleyma því sem þeir eru sammála um: að hata
styrjaldir. Voldug er hin sameiginlega þrá allra manna:
löngunin að koma í veg fyrir hörmungarnar.
Stríðið getur stefnt í hættu öllum framtíðarætlun-
um námsmannsins og tækifærum til menntunar. Hann
er á móti stríði.
Kristinn maður getur ekki þolað blóðsúthellingar
ófriðarins og villimennsku, það stríðir gegn trúarsetn-
ingum hans. Hann er á móti stríði.
Húsameistarinn vill reisa borgir, en ekki láta leggja
þær í rústir. Hann er á móti stríði.
Skáldið óskar þess að stórvirki fyrri tíma séu varð-
veitt og í heiðri höfð, svo að frjóvgandi áhrifa þeirra
megi gæta um ókomin ár. Hann er á móti stríði.
Það sem mestu máli skiptir er að vera sameiginlega
á móti stríði.
Hinn kristni maður er efnishyggjumanninum ósam-
mála um framtíð og jafnvel tilvist sálarinnar. Skáldið
og húsasmiðinn kann að greina á um orsakir styr jaldar.
Sá fyrri rekur upphaf þeirra til annarra ástæðna en
hinn síðari .., En er okkur ekki höfuðnauðsvn fram-
ar öllu að lýsa því vfir hátt og í heyranda hljóði að
við séum andvígir styrjöldum?
Þegar eldtungurnar sleikja veggina er of seint að
deila um hver sé valdur að brunanum. Það er nógur
tími að bera saman bækur sínar og setja fram heim-
spekileg rök þegar búið er að kæfa logana. Það sem
öllu varðar er að slökkva eldinn, stöðva hinn eyðandi
váaest. Ef meinvætturin losnar er það hvorki í valdi
skáldsins né múrarans, efnishyggjumannsins né hins
kristna manns að hemja hana að nýju fyrr en hún er
búin að valda óheyrilegu tjóni.
Og því er fyrsta verkefnið þetta: að milljónirnar,
konur og menn um heim allan, geri sér ljóst að þeir
hata stríðið hver og einn; og annað: að birta þennan
sameiginlega vilja. Þá verður komizt hjá stríði. En
hvernig má þetta verða?
Miljónir manna hafa þegar látið slíkar tilfinningar í
ljósi. Þær sendu fulltrúa á fyrsta heimsfriðarþingið ár-
ið 1949 og á annað þingið árið 1950. Yfir 500 milljónir
undirrituðu Stokkhólmsávarpið um bann á kjarnorku-
sprengjum í ófriði. Fulltrúar 80 landa störfuðu saman
í nafni miljónanna og samþykktu tillögur um að vinna
að friði, tillögur sem gera milljónum þeim sem frið-
inn þrá það auðveldara að sameinast í enn ríkara mæli
en áður. Birt var í Berlín nýtt ávarp um alheimsfrið,
samið í sama anda. Þar er á einfaldan og rökvísan
hátt Iýst yfir friöarþrá allrar alþýðu heims, manna
og kvenna.
Það er framar öðru reist á því meginatriði að þó að
skoðanir einstaklinga kunni að vera ólíkar, óski allir
stöðugs og varanlegs friðar.
Síöan segir í ávarpinu að stórveldin fimm, sem ein
eru nógu voldug og sterk til að hrinda af stað nýrri
heimsstyrjöld, verði að koma sér saman um frið.
Það er auðsætt að ríki þau sem fær eru um
að heyja styrjöld verða að koma sér saman um
frið. Það er auðsætt að komist stórveldin ekki að
samkomulagi eru samningar milli smáríkja ein-
skis virði. Það er Ijóst hverjum heilvita manni
að friðarsáttmáli stórveldanna fimm hlýtur að
vera eðlilegur undanfari sáttmála sem standi
opinn öllum öðrum ríkjum og njóti stuðnings
þeirra og fylgis.
Hér er ekki um það að ræða að velja og hafna,
heldur viðurkenna óbrotna staöreynd: heims-
veldin eru fimm á okkar dögum — Bandaríkin,
Sovétríkin, Alþýðulýðveldið Kína, Stóra-Bret-
land og Frakkland.
Ef lönd þessi geta ekki náð samkomulagi er
allur heimurinn í hættu staddur. Ef þessi lönd
ná samkomulagi og ákveða að heyja ekki ófrið
sín á rðilli, þá er friöur kominn á í heiminum,
og það sem meira er: hann er tryggður. Og
þegar önnur lönd ganga til fylgis við samkomu-
lag stórveldanna fimm rætist hinn forni draum-
ur mannkynsins um alheimsfrið.
Annars vegar er hin almenna friðarþrá, raun-
veruleg og óhrekjanleg ósk allra manna, því að
allir heiðvirðir menn vilja frið.
Og hins vegar — einföld lausn, og um leið
stefnt að rökréttu takmarki: friður stórveldanna
fimm, friöur á jörðu.
Og við getum vænzt þess að draumurinn um
alheimsfrið sem virzt hefur fjarstæða ein um
aldaraðir verði að lokum að veruleika.
V_________________________________
102 LANDNEMINN