Landneminn - 01.12.1951, Page 9

Landneminn - 01.12.1951, Page 9
En til þess að hann rætist þarf aimennur friðar- vilji þjóðanna að birtast á svo ótvíræðan og áhrifa- mikinn hátt að það örvi til baráttu hinn óteljandi skara mæðra og systra, óbreytts verkafólks og æskulýðs sem ófriðarhættan vofir yfir. Lausnin er fyrir hendi — það er okkar hlutverk að koma henni í framkvæmd. Slík sókn hefur aldrei fyrr verið hafin né ráðgerð í langri sögu mannkynsins, menn hafa jafnvel ekki lát- ið sér hana til hugar koma. Allt of tíðum hafa menn látið sér nægja þá hugsun að stríð verði ekki umflúið. Þeir hafa ekki þorað að gera ráð fyrir að unnt væri að hafna ófriði og segja nei. Nú er svo komið vegna styrkleika og viðgangs' frið- arhreyfingarinnar að því má trúa að barátta í enn rík- ari mæli beri árangur, og snúist að lokum í allsherjar sókn gegn stríði. Þetta er kjarni málsins: Einbeitum sameiginlegri þrá alls almennings að því.að koma á friðarsáttmála stór- veldanna fimm. Það er vinnandi vegur. Leiðirnar eru margar. Ein hinna einföldustu er að safna undirskriftum. Sé þetta örlagaríka og tímabæra mál flutt inn í hvert heimili á jörðu hér, hverja verksmiðju, þorp og borg, og ef allir taka afstöðu, karlar og konur — þá munu hundruð miljóna lýsa yfir andstöðu sinni gegn ófriði. Hver þorir að virða vilja þeirra að vettugi? Hver dirfist að reyna að leiða mannkynið til slátrunar sem er það kunnugt að milljónir manna hafa kjörið líf sitt og hamingju og vita ofurvel hverjir það eru sem hæða og svíkja óskir þeirra og vilja? Ef allt mannkyn lýsir fylgi sínu við friðarsáttmála stórveldanna og æskir friðar um heim allan, mun eng- inn dirfast að beita sér gegn þeim vilja. Því þeir sem það reyna og hafna öllum samningatil- raunum sýna ljóslega að þeir hafa árásir í huga. Og áform þeirra er hægt að ónýta: ef þjóðirnar lýsa því yfir að þær vilji frið,#ýsa yfir því milljónum og aftur milljónum saman, hljóta óskir þeirra að hafa sigur. Þegar flóð vofir yfir þorpi reyna íbúarnir að sjálf- sögðu að gera sér grein fyrir af hverju það staiar; er um rigningu að ræða eða snjóbráð á fjallatindum? Vera má að þeir hafi sundurleitar skoðanir á orsök vatnavaxtanna sem yfir þeim vofa og þeir óttast að flæði yfir hús og akra. En þó skiptir mestu máli að bjarga þorpinu, stöðva voðann. Það verður að reisa flóðgarð, nýtan og sterk- an. Allir leggja stein eða hrísknippi í garðinri. Allir eiga hlutverk að vinna, ríkur og snauður, lærður og ómennt- aður, kennarinn og verkamaðurinn. Viðleitni einstakl- ingsins nægir ekki til þess að sigrazt verði á hættunni. En sameiginleg átök allra er voldugt afl og vinnur bug á flóðinu. Á sama hátt er hægt að sameina friðarvilja allra manna. Sú friðarþrá er veruleiki og það veit heimurinn allur. Beinum henni að einföldu markmiði, svo röklegu og óbrotnu að enginn geti borið brigður á gagnsemi þess. Látum mæðurnar sem ekki eru búnar að gleyma því er sprengjurnar hvinu yfir húsþökunum, mennina sem særðust í síðasta stríði og yrðu limlestir enn hrotta- legar í nýrri styrjöld, eiginkonur, unnustur, dætur — látum þau öll sjá og skilja að þeim er fengið mikið vald í hendur. Gerum ráð fyrir að þau gerðu ekkert til að afstýra hinu ógnþrungna böli, og að ástvinir þeirra og fram- tíðarvonir yrðu stríðinu og blóðbaðinu að bráð þegar minnst varði — hver gæti þá mælt sorg þeirra og hryggð? Hver einstaklingur þarf ekki mikið á sig að leggja. Honum er nóg að segja: Ég krefst þess að stórþjóðirnar fimm geri með sér friðarsáttmála. Það mun tryggja velferð allra manna. Maður getur ekki nærzt á einu korni. En á miljónum korna geta margir menn lengi lifað og arið jörðina. Á sama hátt geta friðaróskir einstakra manna, er þær safnast saman eins og korn í sekk, fært heiminum frið þann og hamingju sem verið hafa draumsýnir einar fram á þennan dag. Því að sáð friðarbaráttunnar mun bera þúsundfaldan ávöxt, ávöxt sem enginn fjandskapur, engin illgirni fær nokkru sinni í eyði lagt. Asgeir Hjartarson íslenzkaöi. HEINRICH HEINE: Frelsisstríð mannkynsins. Ég veit ekki hvort ég á skilið, að lárviðarsveigur verði einn dag settur á kistuna mína. Skáldskapurinn, svo heitt sem ég unni honum, hefur aldrei verið mér annað en guðdómlegt leik- fang. Ég hef aldrei lagt mikið upp úr gildi skáldlegs frama og læt mig litlu skipta hvort fólk lofar ljóð mín eða lastar. En leggið á kistu mina sver'S; því að ég var hraustur hermaður í Frelsisstríði mannkynsins. LANDNEMINN 103

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.