Landneminn - 01.12.1951, Side 18

Landneminn - 01.12.1951, Side 18
ar undan oki kapitalismans og hófu uppbyggingu á sósíalistiskum grundvelli. Annað einkennið er hin sívaxandi þjóðernishrevfing meðal undirokuðu þjóðanna. Á styrjaldarárunum höfðu þær komizt upp á að vinna sjálfar úr eigin hráefnum í stað þess að senda þau óunninn til Evrópu, þær kom- ust á snoðir um að þær gátu staðið á eigin fótum. Þeim hafði vaxið ásmegin í eigin augum. Þriðja aðaleinkenni hinnar almennu kreppu er hin síharðnandi stéttabarátta innan kapitalistisku ríkjanna sjálfra. í þeirra hlut hafa fallið erfiðari atvinnu- og fjárhagskreppur en áður höfðu þekkzt. Hin almenna kreppa kapitalismans magnaðist stór- lega á árunum á milli heimsstyrjaldanna tveggja. Keppnin á milli hinna tveggja þjóðfélagskerfa sýndi æ betur yfirburði sósíalismans yfir kapitalismann. Sovétþjóðunum tókst á örfáum árum að byggja upp framleiðslukerfið í landi sínu, en það hafði gjörsam- lega verið lagt í rúst í heimsstyrjöldinni fyrri, borgara- styrjöldinni og í innrásum auðvaldsríkjar.na á árunum 1918—21. Á árinu 1926 komst framleiðslan upp í hið sama og hún hafði verið árið 1913. Með framkvæmd 5 ára áætlananna tókst það hvorttveggja. að koma upp stórfelldum iðnaði og jafnframt gjörbreyta framleiðslu- háttum landbúnaðarins þar sem samyrkja var tekin upp í stað strjálbýlisháttarins. Atvinnuleysi var að fullu útrýmt, efnalegar og menningarlegar framfarir urðu svo stórstígar að undrum sætir. Á þessum árum var allt öðru vísi umhorfs í auðvalds- heiminum. Árið 1920 skall á kreppa og enn önnur haustið 1929. Sú kreppa varð hin mesta sem gengið hefur yfir hinn kapitalistiska heim. Margir tugir miljóna manna urðu algjörir atvinnulevsingjar, eymd og örbirgð varð hlutskipti hundraða miljóna manna. Þegar heimsslyrjöldin síðari hófst haustið 1939 ríkti enn kreppuástand í auðvaldsheiminum. Maður fær glögga hugmynd um gengi hinna tveggja þjóðfélagskerfa við athugun á þeim tölum, sem fara hér á eftir og sem sýna magn iðnaðarframleiðslunnar í Sovétríkjunum annarsvegar og fjórum aðalauðvalds- ríkjunum hinsvegar. Miðað er við framleiðslumagnið 100 árið 1913: 1928 1932 1937 1938 Sovétríkin 153,6 359,0 816,4 908,8 Bandaríkin 157,1 89,8 156,9 120,0 England 91,1 75,5 121,9 113,3 Þýzkaland 102,0 59,4 129,3 131,6 Frakkland 127,0 96,0 101,0 93,2 Iðnaðarframleiðslan í Sovétríkjunum skömmu áður en nazistarnir réðust á þau 1941 var næstum því 12 sinnum meiri en hún var árið 1913 og landbúnaðar- framleiðslan hafði tvöfaldazt. Hafi hin almenna kreppa kapitalismans farið harðn- andi á árunum á milli heimsstyrjaldanna þá er hægt að segja með fullum sanni að í dag sé hún í algleym- ingi, öll helztu einkenni hennar setja svip sinn á ástand- ið í veröldinni í dag. í fyrsta lagi koma yfirburðir sósíalismans æ betur í ljós. Sovétþjóðirnar eru nú önnum kafnar við að fram- kvæma stórfenglegri áætlanir en nokkru sinni áður - og er hér ekki átt við hina venjulegu aukningu í iðn- aðar- og landbúnaðarframleiðslunni, sem þó ein sér er æði mikil sbr. það að iðnaðarframleiðslan árið 1950 var 73% meiri en hún var ári 1940, að baðmullarupp- skeran nær því þrefaldaðist við framkvæmd síðustu fimm ára áætlunarinnar o. s. frv. Sovétþjóðirnar eru nú að umbreyta sjálfri náttúrunni í landi sínu. Þær eru að breyta loftslagi og landslagi, beizla vinda loftsins, framleiða regn, flytja fjöll, breyta rennsli stórfljóta, skapa stöðuvötn, breyta víðfeðmum eyðimörkum og steppum í gróðursæl akur- og beiti- lönd, byggja stærstu raforkuver veraldarinnar, tengja stórfljótin saman með skipaskurðum. Allt er þetta gert til að bæta aðbúnað framleiðslunnar, til að auka hana — því aukin framleiðsla þýðir að hver einstaklingur hlýtur meir í sinn hlut, ber meira úr býtum. Hin stór- aukna framleiðsla þýðir stóraukna farsæld fólksins. Sömu sögu er að segja frá alþýðuríkjunum í Austur- Evrópu og frá hinni fjölmennu kínversku þjóð. Árið 1950 var þungaiðnaðurinn í Póllandi 225% meiri en árið 1938, í Rúmeníu um það bil 140% meiri, í Tékkó- slóvakíu 50% meiri, í Ungverjalandi hafði hann tvö- faldazt á sama tíma og nær því fimmfaldazt í Albaníu. í auðvaldsríkjunum horfir allt öðruvísi við. Þar hafa h'fskjör alþýðu manna verið stórlega rýrð undanfarin ár, ýmist með beinum verðhækkunum á neyzluvörum almennings, með gengislækkunum eða með skattahækk- unum. Framfærslukostnaður hefur þannig hækkað um 14% í Bandaríkjunum og um 26% i Bretlandi frá ár- inu 1947, í Frakklandi hækkaði hann um 17% á fyrra helmingi yfirstandandi árs, í Belgíu hefur hann hækkað um 25% á einu ári, á Italíu hækkaði hann um 28% á árinu 1950. Sömu sögu er að segja frá Hollandi, Dan- mörku og Noregi. Við Islendingar höfum ekki farið varhluta af vaxandi dýrtíð sem kunnugt er. Atvinnuleysi fer ört vaxandi í þessum ríkjum auð- valdsins. Þannig eru nú yfir 5 miljónir manna atvinnu- lausir á Italíu — en stjórn De Gasperis telur einustu lausn þessa vandamáls vera þá að ítalir flytji úr landi 112 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.