Landneminn - 01.12.1951, Page 19

Landneminn - 01.12.1951, Page 19
og reyni að afla sér lífsviðurværis t. d. í Suður-Am- eríku. Skattabyrðarnar sliga allan almenning, einkum vegna hins vitfirrta vígbúnaðar, sem fer fram sam- kvæmt kröfum auðvaldsins í Wall-Street. Þannig hafa vígbúnaðarútgjöld Bandaríkjanna hækkað úr 15,6 mil- jörðum dollara á fjárhagsárinu 1949/1950 uppí 49 miljarða dollara á fjárhagsárinu 1950/1951 og eru nú áætluð yfir 70 miljarðar á fjárhagsárinu 1951/1952. I Bretlandi hafa vígbúnaðarútgjöldin hækkað á einu ári úr 780 miljónum punda uppí 1550 miljónir punda, í Frakklandi úr 420 miljörðum franka upp í 747 mil- jarða, í Belgíu úr 7,7 miljörðum franka upp í 25 mil- jarða, í Danmörku úr 363 miljónum kr. upp í 720 miljónir kr. o. s. frv. 1 auðvaldsríkjunum ríkir sem sagt kreppuástand, sí- vaxandi eymd og örbirgð fjöldans, vígbúnaðarbrjál- æði. í öðru lagi eru undirokuðu þjóðirnar ein af annarri að brjótast undan oki imperialistisku ríkjanna. Fjöl- mennasta þjóð veraldarinnar, Kínverjar, hefur þegar rekið óvininn af höndum sér og hafið sósíalistiska upp- byggingu í landi sínu. Bretar og Frakkar hafa undan- farin 6 ár háð vonlausa styrjöld gegn frelsisunnandi þjóðum Indo-Kína og Malakkaskagans, Indland og Pakistan hafa sagt sig úr beinum tengslum við brezka heimsveldið, Iransbúar hafa þjóðnýtt olíulindir sínar, en á milli Egypta og Breta ríkir nú fullur fjandskapur vegna deilunnar um Súesskurðinn og Súdan. Bandaríkin eru hin einustu, sem enn lialda heims- veldaaðstöðu sinni. En einnig þar stendur allt höllum fæti. í raun og veru ríkir þar kreppuástand og ef ekki væri fyrir hina geigvænlegu framleiðslu á vígvélum og drápstækjum væri þar nú hið mesta atvinnuleysi, sem um getur. En vopnaframleiðsla getur aldrei orðið grundvöllur að tilveru heillar þjóðar. Það sést bezt á því að nú þegar friðvænlegar horfir í Kóreu falla verðhréf á kauphöllunum vestan hafs í verði — verk- smiðjur hætta framleiðslu, atvinnuleysi vex, kaupget- an minnkar, kreppan er á næsta leiti. Við þetta bætist svo vaxandi andúð Vestur-Evrópubúa á auðvaldinu í Wall-Street, andúð sem enn mun stórum magnast. Hlutverk kapitalismans í sögu mannkynnsins var mikilsvert og tilvera hans var í upphafi rökrétt afleið- ing af Jjeirri þróun, sem átt hafði sér stað. Hann gerði það kleift að notfæra sér hina nýju tækni, sem kom í kjölfar iðnaðarbyltingarinnar. En kapitalisminn er í dag búinn að vinna sitt sögulega hlutverk. Þessvegna er kreppa hans sjálfs í algleymingi. Það er ekki um > að villast. (------------------------------------------------------' S/{auhur: Og rú skal ekki- Og nú skal ekki yrkja um sorg og ekki kveSa um harm. Hvert atómskáld er einskisnýtt, ei á viS bóndagarm, sem yrkir sœll um sínar cer og sinnar konu barm. En nú skal kveSa öllu óS sem ekki er gráliS dautt, því ekkert líf er einskisvert og öllum þokka snautt. —Og hafiS er nú himinblátt, þitt hjartablóS er rautt. Og þú ert vorsins vinur og þú verSur líka minn. Og aldrei sá ég auga skœrra, aldrei mýkri kinn. — Þú veizt aS ég er vorsins barn — og vinur þinn. Hví yrkir fólk um auSn og tóm og allskyns bölvaS mas, sem enginn skilur, engan snertir, aSeins tómlegt fjas. Sjá þeir ekki sólina, — og senn er komiS gras. Og fiskurinn í flóann gengur, fcerin upp ég dreg. Á SiglufirSi síldin veSur svosem ekkert treg. Og blærinn stráir blómum á bórtdamctnnsins veg. — Þér finnsl ég eflaust vitlaus vera, en voriS kom í gœr. Og helgar sagnir sagSi mér liinn sumar-glaSi blœr. Þér, líf, skal kveSa kátan óS, — og komdu nœr. LANDNEMINN 113

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.