Landneminn - 01.12.1951, Qupperneq 22
SVERRIR KRISTJÁNSSON :
Heinbich Keine,
honimánisminn og framiidin
HEINRICH HEINE (1797—1856) var og er eitt yndislegasta
ljóðskáld Þýzkalands. Ljóð hans eru þýdd á öll heirasins tungu-
mál, þótt þau séu í raun og veru óþýðanleg. En hann vái einn-
ig hinn snjallasti rithöfundur á óbundið mál, þótt þau verk
hans séu ekki eins kunn og skyldi. Heine flutti búferlum til
Frakklands 1831 og bjó í París til æviloka. Á þeim árum skrif-
aði hann flest rit sín í óbundnu máli. Hann skrifaði í stærsta
blað Þýzkalands þeirra tíma Deutsche Allgemein-e Zeitung,
fjölda blaðagreina um listir, stjórnmál og félagsmál Frakklands.
Greinum þessum safnaði hann síðan í bók, Lutezia, en það var
hið forna nafn á Parísarborg. Heine skrifaði einna fyrstur Þjóð-
Tunga vor
/ J
fram yfir flest allar þær tungur, er ég hefi
nokkra þekkingu á, nefnilega óendanlegt nýgern-
ingaefni, og vona ég, að hún á þeim hætti geti
jafnazt við hverja aðra, sem til er eða nokkurn
tíma hefur til verið í heiminum.“
Á slíkum hættutímum fyrir íslenzka tungu og menn-
ingu sem nú ganga yfir, vegna erlendra afmenningar-
áhrifa sem innlendir valdamenn hafa kallað yfir land
okkar, er okkur hollt að muna menn eins og Rasmus
Kristián Rask. Minning slíkra, og orð þeirra, má vera
okkur hvöt til þess að meta gildi tungunnar og standa
vörð um menningu okkar. í dag er það ekki á færi
neins einstaks manns að bjarga menningararfi okkar,
þótt vissulega megni dugandi einstaklingar mikils. Það
verður því að vera verk fjölmargra, hinna beztu sona
og dætra sem þjóðin á. Sérstaklega mun það falla í
skaut æskunnar sem nú er að alast upp að bjarga beim
verðmætum til framtíðarinnar, sem spilltir valdhafar
íslenzku auðstéttarinnar reyna að hrifsa með sér í
fallinu, um leið og hin úreltu þjóðfélagsform þeirra
hrapa í feigðargil.
verja um kommúnismann og hina róttæku verkalýðshreyfingu
Parísar og túlkaði þessa nýju stefnu fyrir löndum sínum. Af-
staða Heines til kommúnismans var mörkuð ótta og lotningu,
en her einnig vott um óvenjulegan sögulegan skilning, sem i
mörgum greinum minnir á söguhyggju Karls Marx og Friðriks
Engels. Hér fer á eftir örlítið hrafl úr hlaðagreinum Heines,
þar sem hann minnist á þessa róttæku þjóðfélagshreyfingu,
kommúnismann, og ræðir framtíð heimsins.
Hinn 20. júní 1842 skrifar hann svofelld orð í hið þýzka blað:
Þessi hræðilegi andslæðingur (kommúnisminn) fer
enn huldu höfði og situr um kyrrt eins og fátækt kon-
ungsefni í neðanjarðahvelfingu þjóðfélagsins, í þeim
katakombum, þar sem hið nýja líf ber blóm og brum
í jarðvegi dauða og rotnunar. Kommúnisminn er dul-
nefni þessa óttalega andstæðings, sem teflir fram drott-
invaldi öreitralýðsins með öllum þess afleiðingum gegn
drottinvaldi borgarastéttarinnar. Það verður hræðileg
hólmganga. Hvernig skyldi henni Ijúka? Það veit eng-
inn nema guðirnir og gyðiurnar, sem mega skvggnast
bak við skvkkiu Skuldar. Vér vitum aðeins eitt - Þótt
kommúnisminn sé nú lítt í tal færður og liggi í svelti
á aumu hálmfleti í braggabúðum þióðfélagsins, þá er
hann hin skuggalega hetia, sem búið er mikið hlutverk
í harmleik nútímans, þótt ekki verði nema um stundar-
sakir, og híður aðeins kallorðsins áður en hann gengur
fram á sviðið. Vér megum því aldrei missa sjónar á
þessum leikara, og vér munum endrum og eins segja
frá leynilegum æfingum hans, þar sem hann býr sig
undir frumsýninguna.
★
Kosningar höfðu farið fram á Frakklandi í júli 1842. Hinn
12. s. m. skrifar Heine blaði sínu:
Þér munuð hafa séð kosningarúrslitin í blöðunum.
Hér í París þurfa menn ekki fyrst að ráðfæra sig við
blöðin, maður getur lesið úrslitin á andlitum manna.
116 LANDNEMINN