Landneminn - 01.12.1951, Side 26
þetta, sem trúarbrögðin merkja löngum — í Gamla
testamentinu.
Eða sagan um Elía á Karmelfjalli og Baalprestana,
þar sem hvert orð Iætur oss enn í eyrum eins og bás-
únuhljómar. Hvað segir spámaðurinn: „Hversu lengi
hyggitz þér hvarfla tvílráðir? Ef guð er Guð, þá fylg-
ið honum; en ef guð er Baal, þá tilbiðjið hann.“ Hann
reis þarna gegn trúarbrögðum, sem voru ósönn og
ósæmileg.
Guðleysið er ekld verst.
Já, vissulega! Það má rekja sem rauðan þráð í
gegnum alla sögu, að höfuðóvinur vor á ferli aldanna,
sem staðið hefur í vegi fyrir komu guðsríkisins, það
hefur ekki verið guðleysið, heldur of mikil guðsdýrkun
með röngu móti. Þér munið eftir Páli postula á Ares-
arhæð. Þér munið eftir hrópunum í Efesus: „Mikil er
Díana Efesusborgar.“ Og það er sama sagan, sem enn
er að segja, allt fram til ársins 1950, um þvera og endi-
langa Asíu og Afríku, að akrarnir eru fyrirfram sáðir
illgresi, ekki af guðleysingjum, heldur af játendum og
fylgjendum trúarbragða, sem forherða hjörtun og
hlinda mönnum sýn fyrir sannleika guðs.
Það er þess vegna, sem mér verður helzt að brosa,
þegar ég hugsa til kommúnistanna. Án þess það vaki
fyrir þeim, munu þeir verða oss til hjálpar, enda þótt
þeir haldi áfram að sýna trúarbrögðunum andúð, ef
þeir gera það bara nógu rækilega. Ég hugsa, að það
verði ekki framleitt mikið af skurðgoðum í Kína héðan
af. Landstjórnin mun ekki veita lcyfi fyrir nauðsynleg-
um efnum til framleiðslunnar. Og það sem hún mun
segja, undir öllum kringumstæðum, er þetta: „Þér meg-
ið halda áfram guðsdýrkun yðar, ef þér gerið það í
einrúmi, en vér munum dæma yður eftir þjónustu yð-
ar í þágu samfélagsins.“ Ég segi ekki, að þetta sé full-
nægjandi. Langt frá því. En ég held, að Guð sé fær um
að gæta sín sjálfur; eða hvað haldið þér? Ég held, að
þegar menn eru að æsa sig út af því, að trúin sé í
hættu, þá séu þeir sjálfir orðnir trúlausir. Ég held, að
það sé trúin, sem gerir oss örugga og staðfasta. Vér
komumst ekki úr jafnvægi. Vér ættum að geta tileink-
að okkur traust, sem svari til afstöðu Guðs sjálfs. Gamla
sálmaskáldið minnist á þetta. Það segir frá mönnum,
sem hugðust fremja hræðilegt ódæði gegn Guði; en
„Hann, sem situr á himni, hlær. Herrann gerir gys að
þeim.“
Hví skyldum vér æðrast. Mér er frekar ljúft að mæta
guðleysingjum, sem staðið geta fyrir máli sínu, og lofa
mér að standa fyrir mínu. Ég hef ekki á tilfinningunni
að guðleysingjar muni hera hærra hlut í viðskiptum
við oss. Kæru vinir, ef þér færuð heim til yðar í kvöld
og skrifuðuð niður tiu fyrirbæri, sem þér te-ljið við-
sjárverðust í þjóðlífi voru, fyrirhæri eins og drykkju-
skap, hjónaskilnaði og vanhelgum hvíldardagsins —
ja, farið heim og skrifið niður ein tíu af þEÍm, og að-
gætið hve mörg þcirra er að rekja til guðlevsingja
eða kommúnista. Óvina krists í dag er að leita í yður
eigin fjölskyldum. Það er staðreynd, að guðleysið
vinnur kirkju lands vors langt um minna tjón en van-
ræksla við trúna og hverskonar veraldarhyggja. Þetta
eru meinin: Vér erum sinnulausir um Guðs orð og van-
rækjum bænina. Ég fullyrði, að hinna raunverulegu
óvina Krists sé að leita í vorum eigin hjörtum. Þau eru
ekki ínnflutt; þau eru heimafengin, verstu meinin, sem
vér Kanadabúar eigum við að stríða í trúarlífi voru
þessa stundina. Vér megum ekki vera með allan hug-
ann við ímynduð eða raunveruleg mein lengst í burtu.
í stuttu máli er það þá þetta, sem ég hef verið að
reyna að segja ykkur í morgun: Ef vér fylgjum því sem
vér vitum hezt, ef vér erum trúir meistara vorum, ef
vér þjónum bræðrum vorum eins og liann hvatti oss til
að þjóna, ef vér sjáum fyrir öllum þörfum mannanna,
eftir því sem í voru valdi stendur, ef vér styðjum
landstjórnir, þegar þær gera rétt, og neilum að styðja
þær, er þær fremja ragnlæti, ef vér gerum strangari
kröfur en stundum er raunin á, um líferni þeirra
manna, er vér felum trúnaðarstörf og forystu, ef vér „
gerum þetta, þá þjónum vér Kristi. Og þá megum vér
vænta þess, að meiri virðing verði borin fyrir kristin-
dóminum í fjarlægum álfum, en hann á stundum að
fagna um þessar mundir.
«
Mars og Mammon.
Þér vitið, að ég talaði á alþjóða trúhoðsþingi Meþó-
dista í Suður-ríkjunum fyrir meira en lultugu árum
þegar ég var nýkominn heim úr ferð til Asíu. Og ég
sagði þar: „Vilið þér, ^að fólk í Asíu og Afríku“ -— ég
átti líka leið um Afríku — „það trúir því ekki, að
Kristur sé meistari Breta, Ameríkumanna og Kanada-
búa. Trúir því alls ekki.“ Ég sagði við þetta fólk: „Og
hví ekki ? Ekki höfum við þó neina aðra trú.“ „Það
getur verið,“ var svarið, „en vér trúum því ekki, að
hann sé meistari yðar.“ „Hversvegna trúið þér ekki, að
hann sé meistari vor?“ Og fólkið svaraði: „Meistari
yðar er Mammon.“ Og þér vitið, að það er mjög erfitt
að færa sönnur á, að það hafi ekki rétt fyrir sér.
Nú eru Mammon og Mars einhverjir elztu guðir, sem
sögur greina frá. Þeir voru dýrkaðir fyrir daga Krists,
120 LANDNEMINN