Landneminn - 01.12.1951, Qupperneq 31

Landneminn - 01.12.1951, Qupperneq 31
í nefið og verið klagaður, og mömmu hans skipað að klippa af honum neglurnar. Á eftir var hann kallaður Palli köttur og fékk ekki að koma með þeim í salta- brauðsleik og ekki heldur í kaupmannaleik, þegar þau krössuðu á gamlar nótur, sem þau fengu í búðinni, og keyptu vörur fyrir pappakrónur. Annars œtlaði hann að hætta að leika við þau, þeg- ar hann eignaðist systkyni og ekki að biða eftir þeim á morgnana, en leika sér bara við litla bróður og litlu systur ... — Kondu niður strax! skipaði Baddi, og þegar hann sá að honum var alvara, þóttist hann missa tölu. sem hann hafði í buxnavasanum, og þurfa niður til að ná í hana. Þá voru yngri krakkarnir komnir líka þangað sem hann stóð og horfðu á hann þegjandi. Hann sá að Baddi kreppti hnefana, og hann fór að fá vígaskjálfta í hnén, en hann stillti sig og sagði ró- lega án þess að hafa af þeim augun: — Pabbi minn á skipið, sem liggur á höfninni.Ef ég spyr liann um leyfi getið þið kanski fengið að fara um borð í það og skoða það. Hann segir þetta látlaust og eðlilega eins og honum þyki í rauninni lítið til þess koma að pabbi sinn skuli eiga þelta skip, og hann sér að þau líta forviða hvert á annað. Það er Baddi, sem fyrstur áttar sig. — Pabhi þinn á ekki neitt skip, segir hann vantrú- aður. Pabbi þinn er á hreppnum og pabbi minn og mamma mín ætla að hætta að leigja honum af því það er svo mikil grútarlykt af honum. — Pabbi minn þarf ekki að leigja hjá pabba þín- um því hann getur keypt öll hús. Annars ætlaði ég bara að sýna ykkur skipið á höfninni, ef þið kærðuð ykkur um, og vélina í því og skrúfuna. — Pabbi minn á líka miklu stærra skip, og svo á hann skip, sem er svo stórt að það kemst ekki inn á höfnina og ekki heldur inn í flóann, og það er með fjórum strompum. Hann sér, hvernig augun í Helenu stækka, þegar hann segir þetta síðasta, og hann gengur á lagið: Þau • áttu líka heima á stóra skipinu, þótt þau myndu kannski ekki eftir því; af því pabbi þeirra var vinur pabba hans og fékk að vera með, og það var þess vegna, sem pabbi hans leigði hjá pabba þeirra af því þeir voru vinir. Hann gæti líka sýnt þeim mynd af skipinu svo þau myndu eftir því, en þá er Baddi kominn fast upp að honum og spyr svo hann finnur volgan andardrátt- inn framan í sér: — Þorirðu að koma og spurja mömmu mína að því, hvort pabbi þinn á skip ? — Ég bara má ekki vera að því, af því ég hef lofað að kaupa tóbak fyrir kapteininn, segir hann og finnur hvernig vígaskjálftinn eykst í hnjáliðunum. — Farðu og spurðu mömmu, hvort hann pabbi hans Palla á nokkuð skipið, sem liggur á höfninni, kallar Baddi til Helenu og þrífur í blússuna hans til að halda honum föstum. Helena var rétt sloppin inn úr dyrunum, þegar hann sleit sig lausan og hljóp í hvarf við húsið, og það var ekki fyrr en seinna um daginn að frúin, móðir þeirra, náði í hann í stiganum og sagði: — Ert þú að leika þér að því að skrökva að krökk- unum, Palli minn? — Ósköp ert þú spilltur drengur. XJu/a: Morituri te salutant HvaSanœfa berst hrópi'ð: Þú gengur í skuggadal dauðans. IJégómi er líf þitt. Vér göngum með dapurleg augu, göngum litverp af sorg. Skuggar vorir Lengjast við lœkkandi sól. Skuggar vorir stirðna í landi dauðans. Getum vér ennþá lifað, unnað? Ó, brœður, töfrar álfanna cru lýgi! IJver hefur fangað sólina, Jiver hefur sent lífi voru dauðann ? Sólin rís brœður! Skuggar vorir hjaðna fyrir Ijósinu háa. Straumur lífsins flœðir gegnum oss. Vér erurn straumurinn, vér erum lífið. Vér göngum móti frjálsu mannhafinu. Líf, þeir sem ganga í dauðann heilsa þér. Halldóra B. Björnsson, íslenzkaði. LANDNEMINN 125

x

Landneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.