Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 38
Það er hollur lærdómur fyrir ykkur báða í þessum bæklingum,
sagði konan. Lesið þið þá og hættið þið svo að bölva og ragna.
Já, frú, sagði ég. Eigum við að gera nokkuð fleira?
Eitt enn, mælti ungfrú Balæfal. Vilduð þið gera svo vel að
hjálpa mér að flytja orgelið úr borðstofunni inn í dagstofuna.
Sjálfsagt, ungfrú Balæfum, sagði Pandró. Hvenær sem vera
skal.
Við fórum því næst inn í hús konunnar, en hún leiðbeindi
okkur hvernig við áttum að flytja gripinn án þess að skemma
hann eða meiða okkur, og mjökuðum við orgelinu þannig smám
saman úr borðstofunni í dagstofuna.
Lesið þið nú bæklingana, sagði ungfrú Balæfal.
Já, frú, sagði Pandró. Eigum við að gera fleira?
Já, það er bezt, mælti konan. Ég vil þið syngið á meðan ég
leik á orgelið.
Ég get ekki sungið, ungfrú Balæfum, sagði Pandró.
Þvættingur, sagði konan. Auðvitað getur þú sungið, Pedró.
Pandró, ekki Pedró, sagði Pandró. Frændi minn heitir Pedró.
Og sannleikurinn er sá að nafn Pandrós var Pantaló sem
þýðir brækur á armensku. Þegar hann byrjaði að ganga í skól-
ann mun kennslukonunni ekki hafa likað nafnið eða ekki fallið
í því hreimurinn, og þessvegna skrifaði hún Pandró á nafn-
spjaldið hans. En hvað viðvíkur nafni frænda hans, þá var það
Bedros með linu béi, en í skólanum hafði það brcytzt í Pedró.
Þetta var auðvitað allt í lagi, og gerði engum til.
Án þess að svara honum settist konan á kollótta stólinn, skorð-
aði fætur sína á fótafjölum orgelsins og hóf að leika án frek-
ari söngkennslu lag sem var alveg greinilegt sálmalag af því
hvað það var leiðinlegt. Eftir litla stund fór hún að syngja sjúlf.
Pandró hreytti út úr sér í hálfum hljóðum hroðalegu blótsyrði,
allt að því klámi, sem ungfrú Balæfal heyrði ekki til allrar guðs-
lukku. Rödd ungfrú Balæfal var eigi þróttmikil, að svo miklu
leyti sem það var söngrödd. Fótafjalirnar ískruðu mun hærra
en hún söng, og þó að organtónarnir væru ekki skærir mátti þó
greina að rödd ungfrúrinnar var eigi yndisleg.
Galílea, sæta Galílea, söng hún.
Hún sneri sér að okkur, kinkaði kolli, og sagði. Syngið þið,
syngið þið nú, drengir.
Við kunnum hvorki sálminn né lagið, en hinsvegar virtist al-
menn kurteisi krefjast þess að við gerðum að minnsta kosti *
heiðarlega tilraun og létum þess freistað að þræða eftir því sem
unnt var tónlist þá sem úr orgelinu kom og líkja eftir hinum
stórfenglegu orðum af vörum ungfrúarinnar.
Stýrir hann stormsins ofsa og stillir Genesaret, söng hún.
Við reyndum alls að syngja þrjú lög. Að hverju lagi loknu
sagði Pandró, Þakka yður kærlega fyrir, ungfrú Balæfum.
Megum við fara núna?
Loksins stóð hún upp frá orgelinu og sagði, Þessu hafið þið
áreiðanlega gott af. Segið þið nei ef vondir félagar ætla að gefa
ykkur í staupinu.
Við skulum segja nei, ungfrú Balæfum, sagði Pandró. Ætlum
við ekki að gera það, Aram?
Ég ætla að gera það, sagði ég.
Ég líka, sagði Pandró. Megum við fara núna, ungfrú Bal-
æfum?
Lesið þið bæklingana, sagði hún. Það er ekki um seinan.
Við skulum lesa þá, sagði Pandró. Strax og við megum vera
að því.
Við héldum nú út úr húsi ungfrúarinnar og aftur inn í fram-
garðinn hjá húsi Pandrós, og fórum að lesa bæklingana. En
við vorum ekki einu sinni hálfnaðir þegar konan kom út á stétt-
ina og kallaði hárri æstri röddu, Hvor ykkar var það.
Hvor okkar var hva<5? sagði Pandró.
Hann var alveg hlessa.
Hvor ykkar var það sem söng? sagði ungfrú Balæfal.
Við sungum báðir, sagði ég.
Nei, sagði ungfrú Balæfal. Það söng bara annar ykkar. Ann-
ar ykkar hefur inndæla kristilega söngrödd.
Ekki ég, mælti Pandró.
Þú, sagði ungfrú Balæfal við mig. Júsín. Varst það þú?
Aram, sagði ég. Ekki Júsín. Ég held það hafi ekki verið ég
heldur.
Komið þið hingað, drengir, sagði ungfrú Balæfal.
Hvor? spurði Pandró.
Báðir, sagði konan.
Þegar við vorum komnir inn til hennar, og ungfrú Balæfal
var sezt við orgelið aftur, sagði Pandró, Ég vil ekki syngja. Mér
þykir ekki gaman að syngja.
Syng þú, sagði konan við mig.
Ég söng.
Ungfrú Balæfal stökk á fætur.
Það ert þú, sagði hún. Þú verður að syngja í kirkjunni.
Nei, það vil ég alls ekki, sagði ég.
Þú mátt ekki bölva, sagði hún.
Ég bölva ekki, sagði óg, og ég lofa að bölva aldrei oftar á
meðan ég lifi, en ég vil ekki syngja í kirkjunni.
Rödd þín er sú kristilegasta rödd sem ég hef nokkurntíma
heyrt á ævi minni, sagði ungfrú Balæfal.
Nei, það er hún ekki, sagði ég.
Jú, það er hún, sagði ungfrúin.
Jæja, ég ætla nú ekki að syngja samt, sagði ég.
Þú verður að syngja, þú mátt til, sagði ungfrú Balæfal.
Þakka yður kærlega fyrir, ungfrú Balæfum, sagði Pandró.
Megum við fara núna. Ifann vill ekki syngja í kirkjunni.
Hann má til, hann má til, heimtaði ungfrú Balæfal.
Af hverju? sagði Pandró.
Vegna sálarheillar sinnar, sagði konan.
Pandró tautaði hið ljóta blótsyrði fyrir munni sér.
Heyrðu væni minn, sagði konan. Hvað heitir þú?
Ég sagði henni það.
Þú ert náttúrlega kristinn? sagði hún.
Það á víst að heita svo, sagði ég.
Öldungakirkjumaður vitanlega, sagði hún.
Það veit ég ekkert um, sagði ég.
Þú ert það, sagði hún. Auðvitað ertu það. Ég vil þú syngir í
Öldungakirkjunni í Túlarastræti — í drengjakórnum — á
sunnudaginn kemur.
Af hverju? sagði Pandró aftur.
Okkur vantar raddirv útskýrði konan. Við þurfum að fá ung-
ar raddir. Við verðum að fá söngvara. Hann verður að syngja
á sunnudaginn.
Mér þykir leiðinlegt að syngja, sagði ég. Og það er ekkert
gaman að fara f kirkju heldur.
Setjizt þið, drengir, sagði ungfrú Balæfal. Ég þarf að tala
við ykkur. Við settumst. Ungfrú Balæfal talaði við okkur að
minnsta kosti í hálftíma.
Við trúðum ekki einu einasta orði sem hún 'sagði, enda þótt
við sakir hæversku svöruðum spurningum hennar á þann hátt
sem hún ætlaðist til. En þegar hún sagði okkur að leggjast á
hnén ásamt sér á meðan hún bæðist fyrir, þá mæltum við okkur
132 LANDNEMINN