Landneminn - 01.12.1951, Síða 41

Landneminn - 01.12.1951, Síða 41
Ávarp það, sem hér fer á cftir var flutt á skemmtun í Listamannaskálanum 17. nóv. Við hefnum þeirra með .friði Eftir BJARNA BENEDIKTSSON Árið 1939. ííaustvindar í bleikum skógi. Anauð í Tékkóslóvakíu. Styrjöld í Evrópu. Myrkur yfir heiminum. Hann hét Jan Opletal og var læknanemi við haskól- ann í Prag, því hann ætlaði að verja ævi sinni til.að bjarga lífi manna og auka heilbrigði þeirra. Þegar for- sætisráðherrar hinna „frjálsu þjóða“ Englands og Frakklands voru búnir að fórna landi hans, haustið 1938, og villimenn nasismans hernámu það, var Jan Opletal ljóst að líf manna var víðar í hættu en í sjúkra- stofunum. Hann gerðist virkur andstæðingur ofríkis- manna sinna, hélt ræður á fjöldafundum, skipulagði mótmælagöngur, barðist fyrir frelsi. Við slíkan mann var auðvitað ekki hægt að tala nema einni tungu: hann var skotinn. Það gerðist í öndverðum nóvember árið 1939. Utför hans fór fram 17. sama mánaðar. Stúdenta- samtökin í Prag ákváðu að heiðra hetju sína í síðasta sinn, en Þjóðverjar lögðu bann við því. Samt sem áður söfnuðust þúsundir manna í líkfylgd hans, af því það er alltaf að sannast sem Stephan G. Stephansson orti einu sinni: Hver framstíg hugsjón má við því að missa sinn mann í gröf, en hjörtun okkar varla. Við slíkt fólk var auðvitað ekki hægt að tala nema einni tungu : það var skotið á líkfylgdina. Og það var ekki éitt hjarta sem hætti að slá. Og það var ekki blóð- flekkur á einum stað. Rykið á strætum Prag-borgar var vætt rjúkandi og fossandi blóði þann dag fyrir tólf ár- um. Nær því helmingi fleiri stúdentar en nú stunda nám við Iláskóla íslands voru myrtir á nokkrura mfn- útum. Og fjórar þúsundir stúdenta í viðbót voru síðan myrtir í gasklefum og brenndir í líkofnum. Vegna þess að hver og einn Verður að fá að tala það tungumál sem honum er tamast. Háskólunum var lokað, prófessorar drepnir og fangelsaðir — og það varð myrkt af sak- lausu blóði yfir landinu; En sjö árum síðar var Al- þjóðasamband stúdenta stofnað formlega. Höfuðmark- mið þess er að berjast fyrir friði og menningu. Og þess vegna var blóðdagurinn og sigurdagurinn 17. nóvem- ber valinn stofndagur þess; haustdagurinn þegar þús- und tékkóslavískir stúdentar sigruðu fjendur sína með dauða sínum. Árið 1941 héldu stúdentar í Ráðstjórnarríkjunum, Bretlandi og Indlandi 17. nóvember hátíðlegan í fyrsta sinn, í minningu þeirra atburða sem hér liefur verið lýst stuttlega. En bað var ekki fvrr en árið 1945 að hald- inn var í Prag fundur með fulltrúum stúdenta frá fimmtíu þióðum til að undirbúa stofnun alþióðasam- bands, en í ágúst næsta ár var starfsskráin samþvkkt á stofnbinginu í Prag. Markmiðum sambandsins er lýst í einu dagblaði bæiarins í dag, og verður bað pkki endur- tekið í bessu ávarpi. Aðeins má bæta því við að friðar- málin hafa alltaf verið ofarlega á baugi í sambandinu; og segir í bæklingi sem út hefur verið gefinn um starf- semi bess að a]lt sem Albióðasamband hefur fengið áo'kað grundvallist á því að friður haldist. Höfuðkiör- orð sambandsins er svohlióðandi: Stúdentar! Samein- izt i baráttiinni fyrir friði. I upnhafi var látin i liós ósk um náið samstarf við Alþjóðasamband Ivðræðis- sinnaðrar æsku, sem stofnað var í London árið 1945. Og við vitum öll að höfuðverkefni þess hefur verið frá öndverðu stríðið fyrir friðnum, baráttan fvrir lífi manna. Nátengd henni er baráttan gegn fasismanum, sem sambandið hefur lagt mikla áherzlu á allt frá upp- hafi. Nefnd frá sambandinu sótti til dæmis einu sinni um leyfi til grísku stjórnarinnar að mega heimsækja LANDNEMINN 135

x

Landneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.