Landneminn - 01.12.1951, Qupperneq 43
I»að var ómetanleg reynsla
að kynnast gamla manninum
sem hafði atvinnu af
Að skera neftó1ba,k
Það’ býr gamall maður á kvistinum hjá honum Páli
múrara. Það er ósköp venjulegt gamalmenni með grá-
an skegghýung, bláar kinnar hrukkóttar, rauð. vot
augu, grátt, þunnt hár. Hann berst ekki mikið á þessi
öldungur. Nei, öðu nær. Hann á gamalt prik og hef-
ur það fyrir staf, þegar hann fer í búðirnar. Hann
kaupir kaffi, sykur og haframél.
Annars er hann sjaldséður á götu, og á mannamót
fer hann ekki utan gamalmennaskemmtun á ofanverð-
um vetri, en hana heldur kvenfélagið.
— Ég var sjö ára snáði og átti heima í nágrenninu.
Það voru dýrlegir dagar, því við drengirnir notuðum
tíma okkar og vit til strákapara einna. Það var áður
en alvaran kom til sögunnar, og þessvegna var him-
inninn svo blár og tilveran svo fögur enda þótt heimur
okkar byrjaði og endaði í sömu götunni.
Skammdegiskvöld eitt, — þegar snjórinn var mikill
og hvítur og tunglskin, svo maður gat átt á hættu að
mæta álfum á útreiðartúr, bjóðandi töfrastafi oa ióla-
gíafir, — bað faðir minn mia að skreppa yfir til hans
Níelsar gamla og ná í tóbaksbaukinn sinn.
— Hann hlýtur að vera búinn að skera það. kall-
aneinn, sagði pabbi. Hlauptu nú yfir til lians fyrir mig,
Bjössi minn.
Éa barði hæverskleaa og bauð gott kvöld. Níels sat
á rúminu sínu með tóbaksfjölina og járnið og skar.
— Góða kvöldið, drengur minn, sagði hann, og hélt
áfram að skera. Járnið gekk á hitunum, ruggaði eins
og skip í undiröldu eða hryggbrotinn kvenmaður. Hand-
tökin voru örugg og hæg, eins og hjá risaeðlu frá
miðöld. Hann púaði í skeggið og var nýbúinn að borða
graut. Urgið í járninu var þægilegt og róandi, líkt og
endurminningar sveitamanns sem aldrei hefur farið á
hreppinn. Herbergi hans var fremur lítið; gamalt rúm-
stæði ómálað, borð úr hefluðum viði, gulur kollur,
Smásaga eftir HAUK
kassi með rauðdoppóttri blæju, blá olíuvél. liilla ofan-
við rúmið og á henni þykk skræða, mynd af peysu-
fatakonu með heiðarlegan svip. Það var allt.
— Pabbi bað mig að sækja fyrir sig tóbakið sitt,
sagði ég hratt.
— Það var nú það, sagði Níels og sópaði saman
tóbakinu með þumalfingrinum. Það var nú það. Þú ert
Sveinsson, kall minn. Ha? Hann lagði við hlustirnar
einsog hann væri að hlusta eftir fjarlægum röddum,
kannski hundgá eða lambsjarmi.
— Já, sagði ég. Ég heiti Björn.
— Mikið rétt, sagði gamlinginn. Satt segir þú hinn
frómi, Björn. Ekki vænti ég það sé í höfuðið á Birni
afabróður þínum Jónssyni frá Skarði.
Ég tjáði mig allsendis ókunnan því, vissi ekki nokk-
ur deili á þeim heiðursmanni og þvísíður nafngift
minni.
Níels stóð upp með vellukkaðri stunu, gekk aftur-
fyrir rúm sitt og tók þar fram krukku mikla úr gleri
sem ég þekkti að var forðabúr föður míns. Hann bar
hana móti ljósinu, skyggndi eins og egg. Síðan gekk
hann að rúminu og settist aftur.
— Þetta er víst krukkan, drengur minn, sagði hann.
Ég játti.
Níels setti krukkuna á borðið, dró bréfpoka undan
koddanum í fleti sínu. Hann opnaði pokann.
— Má ekki bjóða þér kandísmola, sagði hann.
— Jútakk, sagði ég og tók vænan mola.
— Viltu ekki sitja þarna á kollinum, meðan þú
bryður þessa ögn, væni minn. Málrómur hans var hlýr.
Þó var eins og brothljóð einhversstaðar, einsog harm-
ur eða tregi. En hann var alveg laus við bölsýni og
uppgjöf. Það var skrýtið að heyra svona hlýjan og
lifandi málróm útúr svona gömlu og skorpnuðu and-
liti.
LANDNEMINN 137