Landneminn - 01.12.1951, Side 48

Landneminn - 01.12.1951, Side 48
srfSilr taka ákvarðanir um þau. I þeirra augum virðist Alþingi ekki vera annað en nokkurskonar íþrótta- klúbbur fyrir áhugamenn í ræðu- höldum, og þá auðvitað helzt áhuga- menn í hæðuhöldum um rjúpuna og minkinn. Nei. Það hlýtur að koma í hlut al- þýðunnar sjálfrar, og hennar einnar, að hamla gegn hinu óskaplega trúar- ofstæki að westan. Við, sem hér er- um stödd, verðum sem sé að gera þetta, og við skidum gera það. Við skulum stöðva þessa andstyggilegu ameríkaníseringu á æskulýð okkar. En hvernig þá? Fyrst er að athuga þá staðreynd, að stór hluti æskulýðsins er hættur að sjá sólina fyrir Hollywood-glingri og öðru þvílíku húmbúkki, en sú er hin eina hlið bandarískrar menning- ar sem að honum er haldið. Og það getur varla verið mikill vandi að venja æskulýðinn af þessari vitleysu, leiða honum fyrir sjónir, að þetta sem hann dáir svo mjög er ekki ann- að en glingur og húmbúkk og hé- gómi. Til þess má m. a. nota það ráð að gera góðlátlegt grín að Amerí- könunum, koma æskulýðnum uppá að taka þá mátulega lítið hátíðlega. Því að Ameríkanar eru, þrátt fyrir allt, haldnir ótrúlega mikilli minni- máttarkennd, ekki sízt gagnvart gömlum • söguþjóðum, sem stafar sennilega af þeirra eigin söguleysi. Þetta hafa Frakkar skilið, og notfært sér í háði, eins og þeirra var von og vísa, enda segja kunnugir að allur vindur sé rokinn úr Ameríkönum í Frakklandi; þeir þori jafnvel ekki lengur að éta tyggigúmmí á götum úti í París. Annað er það í fari Bandaríkja- manna, eða réttara sagt bandaríska kapítalismans, sem vert er að leggja sérstaka áherzlu á, þegar við vekjum æskulýðinn til réttmætrar gagnrýni á því valdi, sem komið er með her I land okkar. Þið munið sjálfsagt eftir því að fyrir nokkrum árum var gef- in hér út bók sem hét Vinsældir og áhrif eftir bandarískan moðhaus, Dale Carnegie að nafni. Bók þessi er í öllum sínum boðskap fullkomið brot á eðlilegri siðfræði einsog nú- tímamenning hefur kennt okkur hana; kjarninn í rauninn enginn annar en það hið hrottalega heilræði- Hávamála, að „fagurt skal mæla, en fátt hyggja,“ sem höfundurinn hef- ur auðvitað útþynnt í langt og leið- inlegt mál, einsog moðhausa er sið- ur. En kost einn mikinn hefur bókin samt; hún kynnir okkur siðfræði "bandaríska kaþítalsmans, og varar okkur við henni um leið. Og það er lán í óláni, að vegna þessarar ann- arlegu siðfræði sinnar, á bandaríski kapítalisminn áreiðanlega eftir að hlaupa á sig gagnvart okkur, og það svo rækilega, að allir skynibornir íslendingar munu hrökkva við og vakna til umhugsunar um þá óhefl- uðu ruddamennsku sem felst að baki þessu valdi. — Þið tókuð eftir því um daginn, að bandarískar flug- vélar voru látnar strá blómum yfir Hiroshima á 5 ára afmæli atómhel- vítis þar. Þetta voru vinsældir og áhrif bandaríska kapítalismans í sérstöðu formi, röðinni bara snúið við, áhrifin fyrst, vinsældirnar á eft- ir, — atómsprengjan fyrst, blómin á eftir. Þetta finnst bandaríska kapí- talismanum voða sniðugt. Svona al- gjört er smekkleysi hans. Það hvarfl- ar ekki að honum, að á allt venju- legt siðað fólk hefur svonalagað athæfi þveröfug áhrif við það sem til er ætlazt; vekur það til hneykzl- unar og fordæmingar, i stað aðdáun- ar. Enda mun skinhelgi af þessu tagi vera einsdæmi í sögunni, að morð- inginn sjálfur komi með hjartnæm- um svip til að leggja blóm á leiði hins myrta, — og auglýsi þetta síð- an sem stórkostlegt vinarbragð. En þetta er sem sagt bandaríski kapítalisminn og siðfræði hans. Og það er eitt verkefni okkar að af- hjúpa hann og láta æskulýðinn sjá hann í þessu sínu rétta Ijósi. Og víst er um það, að gefast munu ærin til- efni til slíks. Ég get strax nefnt eitt. Hin nýstofnaða útvarpsstöð Banda- ríkjahers á Keflavíkurflugvelli er nú farin að leika íslenzka þjóðsönginn ásamt hinum bandaríska í lok dag- skrár sinnar á kvöldin. Þetta þykir þeim ákaflega smekklegt; — og sennilega fyndist þeim það ekki nema sjálfsögð kurteisi, að við svör- uðum með því að leika þeirra þjóð- söng í dagskrárlok okkar útvarps. Við teljum þetta hinsvegar lýsa fremur hæpnum smekk. Enda höf- um við ekki haft þann skilning á þjóðsöngvum, að þeir gætu orðið einskonar verzlunarvara sem maður tekur í staðinn fyrir aðra vöru, sam- kvæmt svonefndum „clearing“- við- skiptum. Ég endurtek það, að við verðum, og skulum stöðva þessa andstyggi- legu ameríkanísering á æskulýð okk- ar. — Og þó að mikils sé vert að koma honum í skilfiing um innihalds- leysið annarsvegar, en hinsvegar spillinguna í þeirri hlið bandarískr- ar menningar sem hann dáir svo mjög, þá er hitt þó höfuðatriðið, að hann geti orðið sér meðvitandi um þau miklu verðmæti sem honum slanda til boða í menningu sinnar eigin þjóðar; geri sér ljósan þann sannleik, að hverfeu mjög sem hann leggur sig eftir því að verða Amerí- kani, þá getur slíkt aldrei fært hon- um annað en hégóma, sem hlýtur að gera hann að ósönniim manni í heimi blekkinga; skilji það til fulls, að sem íslendingi stendur honum aðeins ein leið opin til raunverulegs frama í lífinu, aðeins ein leið opin til að verða sannur maður, sú leið sem feður hans gengu kynslóð fram af kynslóð þó að oft væri upp að sækja grýttan bratta, leið þeirra mannh sem þrátt fyrir allt og allt liættu 142 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.