Unga Ísland - 01.11.1955, Page 8

Unga Ísland - 01.11.1955, Page 8
JAKOB V. HAFSTEIN : Flý þú ekki, æska! Þegar núverandi útgefandi barnablaðs- ins Unga íslands talaði við mig, og bað um nokkur orð í tilefni af 50 ára afmæli blaðs- ins, varð ég fyrst dálítið undrandi — en um leið þakklátur fyrir þetta góða boð. Var þá Unga ísland raunar orðið 50 ára? Þessu hafði ég ekki gert mér grein fyrir. Mér fannst reyndar svo ótrúlega stutt síð- an að ég hafði beðið með óþreyju eftir þessum kærkomna vini og góða gesti, í hvert sinn er blaðið kom út, þegar ég var iítill drengur fyrir norðan, — og ennþá styttra síðan ég hafði unnið dálítið að út- komu blaðsins hér syðra á vegum Rauða kross íslands. Já, ungu lesendur. Tíminn er ótrúlega fijótur að líða, — gerið þið ykkur sem fyrst grein lyrir því. Og það er öllum til far- sældar og blessunar að kappkosta að nota tímann sem allra bezt. Viðfangsefnin — gagnleg og þjóðholl — eru á næsta leiti. Erfiðleikarnir láta heldur ekki bíða eftir sér. En flýjið ekki — skjót- ið ykkur ekki undan skyldunum, sem á ykkur kalla, þótt ykkur finnst þær erfiðar í svipinn. Hagnýting hinnar líðandi stundar hjálpar ykkur í þeirri baráttu. Og blaðið ykkar, Unga ísland, gefur ykk- ur mörg holl og góð ráð til þess að verða að góðum og nýtum þjóðfélagsþegnum. Unga ísland er eins og sólargeisli í því moldviðri hinna mörgu mislitu blaða, sem nú eru gefin út hér á landi í dag og æskan seilist ótrúlega mikið eftir. í 50 ár hefur Unga Island verið boðberi góðra unglingasagna, viðfangsefna með uppeldislegu og þroskavænlegu gildi og fræðandi á öllum sviðum fyrir hina upp- vaxandi æsku íslands á hverjum tíma. Það er von mín og ósk, að íslenzk æska, sú er erfir landið, standi vöxt um Unga ísland og tileinki sér hið ágæta efni, and- rúmsloft og hollráð sem blaðið hefur flutt og mun flytja æskunni nú og æfinlega. Mundu, íslenzk æska: enn er margt að vinna, stærstu störfin bíða styrkra handa þinna. Flýðu ekki, æska, inn í kaldan skuggann, — sérðu ekki að sólin sindrar inn um gluggann? Með þessum orðum vildi ég mega áma Unga íslandi allr^ heilla á ókomnum árum, þakka liðnu árin og treysta því að æska landsins slái skjaldborg um blaðið. Svo óska ég ykkur öllum, ungu lesendur, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ár- um. Jakob V. Hafstein. 6 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.