Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 8
JAKOB V. HAFSTEIN : Flý þú ekki, æska! Þegar núverandi útgefandi barnablaðs- ins Unga íslands talaði við mig, og bað um nokkur orð í tilefni af 50 ára afmæli blaðs- ins, varð ég fyrst dálítið undrandi — en um leið þakklátur fyrir þetta góða boð. Var þá Unga ísland raunar orðið 50 ára? Þessu hafði ég ekki gert mér grein fyrir. Mér fannst reyndar svo ótrúlega stutt síð- an að ég hafði beðið með óþreyju eftir þessum kærkomna vini og góða gesti, í hvert sinn er blaðið kom út, þegar ég var iítill drengur fyrir norðan, — og ennþá styttra síðan ég hafði unnið dálítið að út- komu blaðsins hér syðra á vegum Rauða kross íslands. Já, ungu lesendur. Tíminn er ótrúlega fijótur að líða, — gerið þið ykkur sem fyrst grein lyrir því. Og það er öllum til far- sældar og blessunar að kappkosta að nota tímann sem allra bezt. Viðfangsefnin — gagnleg og þjóðholl — eru á næsta leiti. Erfiðleikarnir láta heldur ekki bíða eftir sér. En flýjið ekki — skjót- ið ykkur ekki undan skyldunum, sem á ykkur kalla, þótt ykkur finnst þær erfiðar í svipinn. Hagnýting hinnar líðandi stundar hjálpar ykkur í þeirri baráttu. Og blaðið ykkar, Unga ísland, gefur ykk- ur mörg holl og góð ráð til þess að verða að góðum og nýtum þjóðfélagsþegnum. Unga ísland er eins og sólargeisli í því moldviðri hinna mörgu mislitu blaða, sem nú eru gefin út hér á landi í dag og æskan seilist ótrúlega mikið eftir. í 50 ár hefur Unga Island verið boðberi góðra unglingasagna, viðfangsefna með uppeldislegu og þroskavænlegu gildi og fræðandi á öllum sviðum fyrir hina upp- vaxandi æsku íslands á hverjum tíma. Það er von mín og ósk, að íslenzk æska, sú er erfir landið, standi vöxt um Unga ísland og tileinki sér hið ágæta efni, and- rúmsloft og hollráð sem blaðið hefur flutt og mun flytja æskunni nú og æfinlega. Mundu, íslenzk æska: enn er margt að vinna, stærstu störfin bíða styrkra handa þinna. Flýðu ekki, æska, inn í kaldan skuggann, — sérðu ekki að sólin sindrar inn um gluggann? Með þessum orðum vildi ég mega áma Unga íslandi allr^ heilla á ókomnum árum, þakka liðnu árin og treysta því að æska landsins slái skjaldborg um blaðið. Svo óska ég ykkur öllum, ungu lesendur, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ár- um. Jakob V. Hafstein. 6 UNGA ÍSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.