Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 27
Gtsöm^i&fiici^ar Hassalsa.fa
Eftir Dr. Stefán Einarsson.
I.
í marzlok 1906 kom út í Reykja-
vík lítil, en nýstárleg bók: “Úr dul-
arheimum I. Fimm æfintýri. Ritað
hefir ósjálfrátt Guðmundur Jóns-
son’’. Björn Jónsson ritstjóri ísa-
foldar, síðar ráðherra, fylgir kver-
inu úr hlaði með fáum orðum, og
getur þess, að unglingspiltur seytján
vetra hafi skrifað æfintýrin ósjálf-
rátt, án þess að vita neitt um efni
þeirra fyr en það flaut úr pennan-
um, já, sum hafði hann jafnvel rit-
að með hindi fyrir augunum. Telur
Björn það með ólíkindum að pilt-
urinn hafi ritað æfintýrin sjálfur
eða hafi verið dáleiddur til þess,
og vill þó eigi fullyrða neitt um
svo merkilegt fyrirbrigði: “En séu
þau komin frá honum sjálfum, þá
-— heill þér, ísland, og seytján ára
skáldkonungi þínum!”
Þetta var ritað í þann tíð, sem
andatrúin (eða spíritisminn) átti
enn undir högg að sækja á íslandi,
og mun Björn Jónsson ekki hafa
gengið að því gruflandi að brosað
yrði að orðum hans í herbúðum
andstæðinganna. En að hann færi
næst sannleikanum í spádómi síð-
ustu línunnar, það kcm honum
sjálfum víst allra sízt til hugar,
jafnvel þótt hann þekti piltinn ann-
ars að góðum gáfum. En svo hlá-
lega fyndin geta forlögin verið að
láta manninn byrja á því að skrifa
ósjálfrátt, sem síðan mun hafa
sjárráðast haldið á penna flestra
ef ekki allra íslenzkra rithöfunda.
II.
Guðmundur Jónsson Kamban er
fæddur í júní 1888 í Litlabæ í
Garðasókn á Alftanesi. Þar bjuggu
þá foreldrar hans Jón Hallgríms-
son og Guðný Jónsdóttir við lítil
efni en fult hús barna. Þau voru
bæði fædd og uppalin á Álftanesi,
af fátæku fólki komin þar um slóð-
ir, en þó var móðurætt Guðnýjar
skagfirzk öll, og móðir Jóns var
af hinni nafnkunnu húnvetnsku
Blöndalsætt, systurdóttir Björns
sýslumanns Blöndals. Hvort sem
þetta húnvetnska höfðingjablóð hef-
ir ollað nokkru þar um: svo mikið
er víst að Jón Hallgrímsson geröist
hinn mesti uppgangsmaður þrátt
fyrir ómegð og bilaða heilsu. Með-
an þau bjuggu í Litlabæ (1884—
1896), stundaði Jón sjóróðra á vetr-
um og liaustin en kaupavinnu norð-
anlands á sumrum. “Var hann
jafnan formaður og fiskinn vel, á-
gætur sjósóknari og harður bæði
við sjálfan sig og aðra. Heilsa hans
var jafnan hin versta svo að oft
varð að bera hann að skipi og frá
og undruðuFt margir sókn hans og
hörku. Gætti konan bús og barna,
sá um heyskap og skepnuhirðingu,
og oftast ein.”
Síðasta árið sem Jón var á Litla-
bæ hafði sveitarstjórn gengist fyrir
stofnun pöntunarfélags, en ekki var
ætlast til að þar væri aðrir en þeir
er efni og traust áttu til að stand-